Erlent

Wahlberg baðst afsökunar á ummælum um 11. september

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Wahlberg baðst afsökunar á ummælum sínum um 11. september.
Wahlberg baðst afsökunar á ummælum sínum um 11. september.
Mark Wahlberg baðst á fimmtudaginn afsökunar á að hann skyldi hafa sagt að hann hefði getað komið í veg fyrir að ein af flugvélunum sem hröpuðu 11. september 2001 myndu hrapa. Hann sagði að ummæli sín hefðu verið fáránleg og óábyrg.

Töluverð reiði braust út þegar Wahlberg sagði að hann hefði slegist við hryðjuverkamennina og náð stjórn á flugvélinni ef hann hefði verið um borð. Wahlberg hafði pantað sér flugfar frá Boston til Los Angeles í annarri flugvélinni sem fór á Tvíburaturnana í New York, en afpantaði flugfarið nokkrum dögum fyrir 11. september.

„Ef ég hefði verið í flugvélinni með krökkunum mínum þá hefði flugvélin ekki hrapað eins og hún gerði," sagði Wahlberg í samtali við Men´s Journal Magazine. Það hefði verið mikið af blóði á fyrsta farrými og svo hefði ég sagt. „Ok, við munum lenda einhversstaðar heilu og höldnu. Hafið ekki áhyggjur."

Wahlberg er, sem kunnugt er, um þessar mundir að kynna nýja mynd Baltasar Kormáks, Contraband. Wahlberg fer með aðalhlutverkið í myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×