Viðskipti innlent

Andrés prins kynnti sér íslenska framleiðslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Andrés prins skoðaði íslenska básinn.
Andrés prins skoðaði íslenska básinn.
Íslenska fyrirtækið Mentor vakti verðskuldaða athygli á BETT sýningunni í Bretlandi fyrr í mánuðinum. Það voru ekki ómerkari menn en Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem heimsóttu íslenska básinn á sýningunni. Á sýningunni er öll helsta tækni í menntamálum kynnt. Mentor var þar til að kynna hugbúnað sinn sem einfaldar nemendum að setja sér markmið í námi og vinna eftir þeim.

„Við vorum að kynna þarna kerfi sem flestallir íslenskir skólar nota," segir María Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Mentors, í samtali við Vísi. Hún sagði að gríðarlega margir hafi komið að skoða sýningarbásinn hjá Mentor, en fyrirtækið var eina íslenska fyrirtækið sem kynnti framleiðslu sína á sýningunni. „Við vorum með mjög stóran bás þarna og vöktum gríðarlega athygli," segir María.

Eins og fyrr segir nota flestir íslenskir grunnskólar kerfi Mentors, en auk þess að vera á Íslandi er fyrirtækið með starfsemi í Svíþjóð, Þýskalandi og Sviss og eru að hefja starfsemi í Bretlandi.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands kynna sér fyrirtækið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×