Erlent

Evrópusambandið fær vald yfir fjárhag evrulandanna

Evrópusambandið hefur vald til þess að refsa þeim þjóðum sem ekki vilja aðlaga sig að fyrirhugaðri áætlun.
Evrópusambandið hefur vald til þess að refsa þeim þjóðum sem ekki vilja aðlaga sig að fyrirhugaðri áætlun. mynd/afp
Evrópusambandið fær vald til að breyta fjárhagsáætlunum evrulandanna

Taka skal málið fyrir á þingi Evrópusambandsins á fimmtudaginn nk, samkvæmt Financial Times.

Því er haldið fram að miðstýrðar fjárhagsáætlanir skapi nánara ríkisfjármála- og bankabanadlag sem gerir Brussel að sameiginlegu frjármálaráðuneyti fyrir evrulöndin.

Áhyggjur stöðu evrunnar sem gjaldmiðils uxu á mánudaginn sl. þegar Kýpur varð fimmta landið til að biðja formlega um frjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu. Þá bað Spánn um lán til að sporna við yfirvofandi bankahruni og fjármálaráðherra Grikklands neyddist til að segja af sér sökum heilsufarsvanda.

Þýskaland hefur krafist þess að sameiginleg stjórn um fjárhag evrulanda verði sett á stokk og skuldir sameinaðar.

Hlutverk yfirvalda evrusvæðisins verður að safna saman skuldum og skera niður fjárveitingar. Þau þurfa þá að gefa sérstakt samþykki til landanna sem þurfa frekari lán.

Þrátt fyrir að vera enn tillaga hefur Evrópusambandið vald til þess að refsa þeim þjóðum sem ekki vilja aðlaga sig að fyrirhugaðri áætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×