Erlent

Höfundar Tomb Raider endurgera Borgríki

Patrick Masset og John Zinman höfundar Tomb Raider endurskrifa handrit Borgríki
Patrick Masset og John Zinman höfundar Tomb Raider endurskrifa handrit Borgríki
Höfundar myndarinnar Lara Croft: Tomb Raider ætla að endurgera íslensku spennumyndina, Borgríki, fyrir bandaríska framleiðslufyrirtækið New Regency .

Patrick Masset og John Zinman munu skrifa nýja útgáfu af handriti myndarinnar sem kom út á síðasta ári. Leikstjórinn James Mangold leikstýrir. Hann hefur meðal annars leikstýrt myndunum Walk the line, Girl, Interrupted og Knight and Day.

Borgríki er nútíma glæpasaga í reykvískum raunveruleika sem segir frá serbneskum bifvélavirkja sem missir ófætt barn sitt í árás þegar meðlimir íslensks glæpahrings ráðast inn á heimili hans. Í hefndaraðgerðum sínum gegn þeim tvinnast örlög hans saman við lögreglukonu sem ýtt er út á ystu nöf, spilltan yfirmann hennar í fíkniefnadeild lögreglunnar og glæpakóng sem er að missa tökin á veldi sínu.

Höfundarnir eru sagðir ætla að aðlaga handritið að bandarískum aðstæðum.

Masset og Zinman hafa skrifað saman þáttaraðirnar Friday Night Lights, Caprica and the Finder ásamt að þeir skrifuðu nýlega handritið, Gold, sem Micheal Mann og Paul Haggis munu leikstýra og framleiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×