Skoðun

Stuðningsgrein: Þess vegna kýs ég Andreu

Þórður Björn Sigurðsson skrifar
Margir hafa birt góðar greinar til stuðnings við framboð Andreu Ólafsdóttur til forseta síðstu daga þar sem kostir framboðs hennar hafa verið tíundaðir.  Ég hef ekki miklu við greinarnar að bæta en langar að koma á framfæri hvers vegna ég mun kjósa Andreu.

Innihald framboðs Andreu er róttækt og ótvírætt.  Andrea hefur sagst vera reiðubúin að fara ótroðnar slóðir í embætti en þó innan ramma stjórnskipaninnar.  Hún er reiðubúin að beita embættinu svo meirihlutavilji nái fram að ganga.  Ekki er vanþörf á því að mínu viti.

Ýmsir hafa verið reiðubúinir að benda á hið augljósa, það er að fjármagnsöflin hafi lagt stein í götu lýðræðis. Slíkar ábendingar eru góðra gjalda verðar en hafa hingað til ekki dugað til að koma nauðsynlegum breytingum af stað. Steinninn situr fastur. Andrea þorir, getur og vill ryðja þessum steini úr vegi. Þess vegna mun ég kjósa hana.




Skoðun

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×