Staða lífeyrismála Guðmundur Gunnarsson skrifar 31. mars 2012 06:00 Þessa dagana er rætt um framtíð lífeyriskerfisins. Við stofnun almennu lífeyrissjóðanna upp úr 1965 var réttindakerfið reist á þeirri forsendu að lífeyrisþegar ættu tryggan lífeyri sem næmi um 72% af meðalárstekjum, tengdum við verðlagsvísitölu. Um 25% ellilífeyris kæmi frá ríkinu, iðgjald í lífeyrissjóð var miðað við að sjóðirnir tryggðu 57% af dagvinnutekjum launafólks. Stjórnmálamenn hafa á síðustu áratugum sótt auknar tekjur í ríkissjóð með því að auka tekjutengingar í bótakerfinu og þar með minnka hlut Tryggingastofnunar í bótakerfinu. Þetta er komið svo langt að þátttaka TR í lífeyri einstaklings með 75 þús. kr. greiðslur úr lífeyrissjóði skerðist um sömu upphæð. Inngrip stjórnmálamanna í kerfið hefur haft ákaflega letjandi áhrif á þátttöku fólks í lífeyriskerfinu og framkallar vaxandi þátttöku í neðanjarðarhagkerfinu og undanskotum í kostnaðarþátttöku til velferðarkerfisins. Um er að ræða umtalsverðar fjárhæðir, ef frítekjumarkið væri t.d. hækkað upp í 20 þús. kr. myndi upptaka ríkisins á lífeyrisgreiðslum frá lífeyrissjóðum minnka um 3 milljarða. Nokkrir halda því fram að lækka eigi ávöxtunarviðmiðið úr 3,5%, ekki síst stjórnmálamenn sem vilja sækja fé til lífeyrissjóðanna á neikvæðum vöxtum til þess að standa við kosningaloforðin. Þetta myndi ekki breyta miklu hjá þeim sem eru þegar á lífeyri eða eru að nálgast þann aldur, en hefði aftur á móti gríðarleg áhrif hjá ungu fólki. T.d. myndi væntanlegur lífeyrir fólks sem er í dag innan við 35 ára skerðast um 25% ef farið væri með ávöxtunarviðmiðið niður um 0,5% eða í 3%. Ástæða er til að benda sérstaklega á að á Íslandi er ávöxtunarkrafan lág sé litið til annarra landa með uppsöfnunarlífeyriskerfi, t.d. er ávöxtunarkrafa í Bandaríkjunum 4,35%. Í þessu sambandi væri mikið eðlilegra og heilbrigðara að lífeyrissjóðirnir byðu sínum sjóðsfélögum sérstök lán á vildarkjörum til þess að kaupa sína fyrstu íbúð. Fram hafa komið hugmyndir um að fella niður uppsöfnunarkerfi og taka upp gegnumstreymiskerfi. Ef tryggja á samsvarandi lífeyri, örorkubætur, makalífeyri og barnabætur og uppsöfnunarlífeyriskerfið er að greiða í dag, þarf iðgjald í gegnumstreymiskerfi að vera 36%. Ef sú leið væri farin má reikna með að núverandi iðgjald væri óbreytt, en það myndi kalla á að framlag ríkissjóðs inn í kerfið þyrfti að vera vel ríflega það sem kemur inn með núverandi iðgjaldi. Þetta er ekki flókið því liðlega helmingur þess sem lífeyrisþegi fær útgreitt eru vextir og vaxtavextir af sparnaði hans í uppsöfnunarsjóð. Nokkrir, þar á meðal ráðherrar, ræða um að sameina eigi alla lífeyrissjóðina í einn. Ef þetta verður gert er ekki komist hjá því að taka ákvörðun um hvort ætlunin sé að skerða réttindi hjá einhverjum hópum, eða jafna réttindi allra við það besta. Eðli málsins samkvæmt er ekki framkvæmanlegt að jafna réttindin nema að hækka iðgjöldin umtalsvert hjá þeim sem búa við lakari réttindi. Tryggingarfræðilega séð eru hópar á vinnumarkaði ákaflega mismunandi. Þar er að finna ástæðu þess að sumir sjóðir geta verið með mun dýrari réttindakerfi en aðrir. Ef lífeyrissjóðirnir á almenna markaðnum yrðu t.d. sameinaðir án þess að iðgjald væri hækkað, myndi það valda allt að 20% skerðingu á réttindum í sumum lífeyrissjóðanna, þá sérstaklega iðnaðarmannasjóðunum. Með öðrum orðum; það væri þá verið að flytja umtalsverðar eignir frá einum hópi til annarra, ásamt umtalsverðum flutningi á fjármunum milli kynslóða. Í þessu sambandi er ástæða að benda á að Fjármálaeftirlitið hefur gefið það út að til þess að standa undir óbreyttu kerfi opinberu sjóðanna, þurfi að hækka iðgjald upp í 19% eigi þeir að vera sjálfbærir. Það þýðir að ef jafna á öll lífeyrisréttindi án þess að staða nokkurs hóps væri skert þyrfti að hækka iðgjöld umtalsvert, eða allt að 7%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt um framtíð lífeyriskerfisins. Við stofnun almennu lífeyrissjóðanna upp úr 1965 var réttindakerfið reist á þeirri forsendu að lífeyrisþegar ættu tryggan lífeyri sem næmi um 72% af meðalárstekjum, tengdum við verðlagsvísitölu. Um 25% ellilífeyris kæmi frá ríkinu, iðgjald í lífeyrissjóð var miðað við að sjóðirnir tryggðu 57% af dagvinnutekjum launafólks. Stjórnmálamenn hafa á síðustu áratugum sótt auknar tekjur í ríkissjóð með því að auka tekjutengingar í bótakerfinu og þar með minnka hlut Tryggingastofnunar í bótakerfinu. Þetta er komið svo langt að þátttaka TR í lífeyri einstaklings með 75 þús. kr. greiðslur úr lífeyrissjóði skerðist um sömu upphæð. Inngrip stjórnmálamanna í kerfið hefur haft ákaflega letjandi áhrif á þátttöku fólks í lífeyriskerfinu og framkallar vaxandi þátttöku í neðanjarðarhagkerfinu og undanskotum í kostnaðarþátttöku til velferðarkerfisins. Um er að ræða umtalsverðar fjárhæðir, ef frítekjumarkið væri t.d. hækkað upp í 20 þús. kr. myndi upptaka ríkisins á lífeyrisgreiðslum frá lífeyrissjóðum minnka um 3 milljarða. Nokkrir halda því fram að lækka eigi ávöxtunarviðmiðið úr 3,5%, ekki síst stjórnmálamenn sem vilja sækja fé til lífeyrissjóðanna á neikvæðum vöxtum til þess að standa við kosningaloforðin. Þetta myndi ekki breyta miklu hjá þeim sem eru þegar á lífeyri eða eru að nálgast þann aldur, en hefði aftur á móti gríðarleg áhrif hjá ungu fólki. T.d. myndi væntanlegur lífeyrir fólks sem er í dag innan við 35 ára skerðast um 25% ef farið væri með ávöxtunarviðmiðið niður um 0,5% eða í 3%. Ástæða er til að benda sérstaklega á að á Íslandi er ávöxtunarkrafan lág sé litið til annarra landa með uppsöfnunarlífeyriskerfi, t.d. er ávöxtunarkrafa í Bandaríkjunum 4,35%. Í þessu sambandi væri mikið eðlilegra og heilbrigðara að lífeyrissjóðirnir byðu sínum sjóðsfélögum sérstök lán á vildarkjörum til þess að kaupa sína fyrstu íbúð. Fram hafa komið hugmyndir um að fella niður uppsöfnunarkerfi og taka upp gegnumstreymiskerfi. Ef tryggja á samsvarandi lífeyri, örorkubætur, makalífeyri og barnabætur og uppsöfnunarlífeyriskerfið er að greiða í dag, þarf iðgjald í gegnumstreymiskerfi að vera 36%. Ef sú leið væri farin má reikna með að núverandi iðgjald væri óbreytt, en það myndi kalla á að framlag ríkissjóðs inn í kerfið þyrfti að vera vel ríflega það sem kemur inn með núverandi iðgjaldi. Þetta er ekki flókið því liðlega helmingur þess sem lífeyrisþegi fær útgreitt eru vextir og vaxtavextir af sparnaði hans í uppsöfnunarsjóð. Nokkrir, þar á meðal ráðherrar, ræða um að sameina eigi alla lífeyrissjóðina í einn. Ef þetta verður gert er ekki komist hjá því að taka ákvörðun um hvort ætlunin sé að skerða réttindi hjá einhverjum hópum, eða jafna réttindi allra við það besta. Eðli málsins samkvæmt er ekki framkvæmanlegt að jafna réttindin nema að hækka iðgjöldin umtalsvert hjá þeim sem búa við lakari réttindi. Tryggingarfræðilega séð eru hópar á vinnumarkaði ákaflega mismunandi. Þar er að finna ástæðu þess að sumir sjóðir geta verið með mun dýrari réttindakerfi en aðrir. Ef lífeyrissjóðirnir á almenna markaðnum yrðu t.d. sameinaðir án þess að iðgjald væri hækkað, myndi það valda allt að 20% skerðingu á réttindum í sumum lífeyrissjóðanna, þá sérstaklega iðnaðarmannasjóðunum. Með öðrum orðum; það væri þá verið að flytja umtalsverðar eignir frá einum hópi til annarra, ásamt umtalsverðum flutningi á fjármunum milli kynslóða. Í þessu sambandi er ástæða að benda á að Fjármálaeftirlitið hefur gefið það út að til þess að standa undir óbreyttu kerfi opinberu sjóðanna, þurfi að hækka iðgjald upp í 19% eigi þeir að vera sjálfbærir. Það þýðir að ef jafna á öll lífeyrisréttindi án þess að staða nokkurs hóps væri skert þyrfti að hækka iðgjöld umtalsvert, eða allt að 7%.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun