Ofnýtt land Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Á hverju sumri eru 70 þúsund hross og 1.350.000 fjár að elta uppi tætingslegar gróðurleifar landsins allt sumarið án nokkurrar ábyrgðar eigenda þeirra. Landgræðslustjóri segir að til séu engin lög í landinu sem virki þannig að þau heimili henni að grípa til neyðarúrræða vegna ofbeitar eða landníðslu. Bændur hafi allt forræði og eignarhald á nýtingu lands, hvort sem það séu þjóðlendur eða ekki. Er þetta ekki það fyrsta sem þarf að leiðrétta í gömlum og úrsérgengnum lögum? Þó er brýnast af öllu að setja lög um það, að starfsstétt sem byggir afkomu sína á ræktun búfjár hafi sínar skepnur á sínu eigin landi en ekki annarra. Við skattgreiðendur greiðum sauðfjárbændum rúma fjóra milljarða á ári fyrir að framleiða þessar skepnur, helmingi fleiri en þörf er á. Þessar greiðslur eru auðvitað framleiðsluhvetjandi, því fleiri kindur, því meiri peninga. Þetta er grátbrosleg aulastefna, því jafnfamt hefur verið reynt með hikandi hendi að fá eitthvað af öllum þessum fjárbændum með alla þessa offramleiðslu til að snúa sér að einhverju öðru. Má þar nefna vinnu við uppgræðslu lands o.fl. og lofað stuðningi við breytingar á rekstri fjárbúa en fengið nánast engar undirtektir. Jafnvel þó sumir af þessum bændum eigi ekki einu sinni land fyrir þessar skepnur sínar, en láti þær bara ganga á annarra manna löndum öllum til mikils ama. Slíkt óréttlæti er ekki hægt að koma í veg fyrir á meðan löngu úrelt rányrkja með lausagöngu búfjár er ennþá við lýði. Allir aðrir landsmenn verða að girða sig af frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af. Við megum líka þola það að þegar við förum um landið í sumarfríinu okkar þá erum við oft á niðurnöguðum blómlausum beitilöndum, nema á fáeinum uppgræddum og afgirtum svæðum og girðingavír okkur til yndisauka meðfram öllum vegum. Landgræðslan var stofnuð af Alþingi fyrir rúmum 100 árum til að græða upp stórskemmda landið okkar. Hún hefur fengið milljarða frá ríkinu en nær varla að halda í við skemmdirnar vegna ofbeitarinnar. Eigum við að halda svona áfram næstu hundrað árin bara svo að þeir sem sitja á þingi þurfi ekki að óttast um atkvæðin sín frá bændum ef stuggað væri við þessum forréttindum þeirra. Hvað annað gæti komið í veg fyrir þessar nauðsynlegu breytingar, landinu og ríkissjóði til góðs? Svar óskast! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á hverju sumri eru 70 þúsund hross og 1.350.000 fjár að elta uppi tætingslegar gróðurleifar landsins allt sumarið án nokkurrar ábyrgðar eigenda þeirra. Landgræðslustjóri segir að til séu engin lög í landinu sem virki þannig að þau heimili henni að grípa til neyðarúrræða vegna ofbeitar eða landníðslu. Bændur hafi allt forræði og eignarhald á nýtingu lands, hvort sem það séu þjóðlendur eða ekki. Er þetta ekki það fyrsta sem þarf að leiðrétta í gömlum og úrsérgengnum lögum? Þó er brýnast af öllu að setja lög um það, að starfsstétt sem byggir afkomu sína á ræktun búfjár hafi sínar skepnur á sínu eigin landi en ekki annarra. Við skattgreiðendur greiðum sauðfjárbændum rúma fjóra milljarða á ári fyrir að framleiða þessar skepnur, helmingi fleiri en þörf er á. Þessar greiðslur eru auðvitað framleiðsluhvetjandi, því fleiri kindur, því meiri peninga. Þetta er grátbrosleg aulastefna, því jafnfamt hefur verið reynt með hikandi hendi að fá eitthvað af öllum þessum fjárbændum með alla þessa offramleiðslu til að snúa sér að einhverju öðru. Má þar nefna vinnu við uppgræðslu lands o.fl. og lofað stuðningi við breytingar á rekstri fjárbúa en fengið nánast engar undirtektir. Jafnvel þó sumir af þessum bændum eigi ekki einu sinni land fyrir þessar skepnur sínar, en láti þær bara ganga á annarra manna löndum öllum til mikils ama. Slíkt óréttlæti er ekki hægt að koma í veg fyrir á meðan löngu úrelt rányrkja með lausagöngu búfjár er ennþá við lýði. Allir aðrir landsmenn verða að girða sig af frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af. Við megum líka þola það að þegar við förum um landið í sumarfríinu okkar þá erum við oft á niðurnöguðum blómlausum beitilöndum, nema á fáeinum uppgræddum og afgirtum svæðum og girðingavír okkur til yndisauka meðfram öllum vegum. Landgræðslan var stofnuð af Alþingi fyrir rúmum 100 árum til að græða upp stórskemmda landið okkar. Hún hefur fengið milljarða frá ríkinu en nær varla að halda í við skemmdirnar vegna ofbeitarinnar. Eigum við að halda svona áfram næstu hundrað árin bara svo að þeir sem sitja á þingi þurfi ekki að óttast um atkvæðin sín frá bændum ef stuggað væri við þessum forréttindum þeirra. Hvað annað gæti komið í veg fyrir þessar nauðsynlegu breytingar, landinu og ríkissjóði til góðs? Svar óskast!
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun