Sekur uns sakleysi er sannað Hrafn Jónsson skrifar 31. mars 2012 06:00 Í bakþönkum Fréttablaðsins þann 24. mars lét Atli Fannar Bjarkason þær staðhæfingar falla að í eðli sínu færi jafnrétti aldrei út fyrir skynsamleg mörk og því beinlínis hlægilegt að gerast svo djarfur að tala um öfgafemínisma. Vill hann meina að ekki sé hægt að tala um öfgar fyrr en tilteknir hópar eru farnir að stunda innbrot og fremja aðra glæpi í þágu málstaðarins, s.s. að sprengja upp húsnæði Smáralindar þar sem því svipar til reðurs sé það skoðað úr loftmynd. Fyrr væri leikurinn einfaldlega ekki kominn út fyrir skynsamleg mörk. Telur hann baráttuna fyrir jafnrétti aldrei geta orðið öfgafulla. Ég spyr hins vegar: Snýst barátta þessara hópa ennþá um jafnrétti eða er hún mögulega sprottin af hatri og ef til vill komin út fyrir skynsamleg mörk jafnvel þó Smáralindin standi enn í fullri reisn? Í viðtali við fyrrum forseta okkar Íslendinga, Vigdísi Finnbogadóttur, sem birtist í tímaritinu Monitor 22. mars, segist hún bæði vera kven- og karlréttindakona, sem kjósi jafnræði og telur hún vissar tegundir femínisma komnar út í öfgar. Hún hvetur fólk til að gæta varhugar þar sem öfgarnar geti eyðilagt góðan málstað. Getur mögulega verið að sannleikskorn leynist í þessum orðum fyrsta lýðræðiskjörna kvenforseta heims? Það fór varla fram hjá neinum að í lok síðasta árs var þjóðþekktur og vægast sagt umdeildur einstaklingur ákærður fyrir alvarlegan kynferðisglæp. Ekki leið á löngu þar til tilteknir aðilar sem kenna sig við femínisma höfðu tekið skýra afstöðu í málinu, fylkt liði gegn meintum geranda og vildu sumir hverjir helst hengja umræddan mann undir eins og það án dóms og laga. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að fjölmiðlar greindu frá ákærunni eða 3. desember 2011 lét María Lilja Þrastardóttir, yfirlýstur femínisti, þau orð falla í pistli sínum á smugan.is að nú fylktu liði fylgdarmenn Gillz nauðgunarbrandarakarls og hrópuðu ofnotuð slagorð á borð við „saklaus uns sekt er sönnuð“. Samkvæmt Maríu Lilju og hennar sýn á jafnrétti er hornsteinn réttarríkisins og hin sígilda meginregla sem kveður á um að hver og einn sé saklaus uns sekt er sönnuð einungis ofnotað „hugtak“. Nú ætla ég ekki að skipa mér í annað hvort „liðið“ enda ekki í verkahring annarra en löggæsluyfirvalda og ef til þess kemur þá dómstóla að leggja dóm á málið. Ég þori hins vegar að fullyrða að hver einasti sæmilega þenkjandi einstaklingur sem reiknað hefur dæmið til enda, geti ekki með nokkru móti hugsað sér að búa í samfélagi þar sem meginregla á borð við „sekur uns sakleysi er sannað“, er við lýði. Ástæðan er fyrst og fremst sú að af tvennu illu er þó öllu skárra að á meðal okkar gangi nokkrir sekir aðilar sem komast hafa hjá fullnustu refsingar fremur en að á bak við lás og slá sitji fjöldinn allur af saklausum einstaklingum. Ekki aðeins sviptir frelsinu heldur einnig ærunni. Það er ástæða fyrir því að við setjum okkur sjálf lög og reglur. Við kjósum að lifa ekki í algjörri ringulreið réttaróöryggis þar sem geðþóttaákvarðanir yfirvalda og sleggjudómar götunnar eiga síðasta orðið. Þó ákveðnir aðilar telji lífsskoðanir sínar æðri lögum okkar allra þá getur það varla talist nægilega gild ástæða þess að mannréttindum beri að víkja til hliðar. Langstærstur hluti þess fólks sem í gegnum tíðina hefur barist fyrir réttindum okkar hefur notast við friðsamlegar aðferðir og tekist á á málefnalegum grundvelli. En svo koma þeir sem með ofstæki afskræma hugtak á borð við femínisma og draga heildina niður á blóðugan vígvöllinn. Skilaboðin eru svo iðulega þau að hver sá sem dirfist að standa upp og stugga við slíkum aðgerðum er óvinur málstaðarins sem vinnur markvisst gegn jafnrétti. Rosa Parks, Martin Luther King, Mahatma Gandhi og Nelson Mandela voru öll róttæk þegar þau börðust fyrir auknu frelsi landa sinna. Ekkert þeirra lét hatur hins vegar blinda sig eða teyma út í öfgar. Óumdeilt er að árangur þessa fólks á sér vart hliðstæðu. Góðir hlutir ávinnast ekki með herskáum og hatursfullum áróðursbrögðum í öfgafullri baráttu sem bæði er háð á lágu og ógeðfelldu plani. Slíkt gerir lítið annað en kynda undir hatri í samfélaginu. Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í bakþönkum Fréttablaðsins þann 24. mars lét Atli Fannar Bjarkason þær staðhæfingar falla að í eðli sínu færi jafnrétti aldrei út fyrir skynsamleg mörk og því beinlínis hlægilegt að gerast svo djarfur að tala um öfgafemínisma. Vill hann meina að ekki sé hægt að tala um öfgar fyrr en tilteknir hópar eru farnir að stunda innbrot og fremja aðra glæpi í þágu málstaðarins, s.s. að sprengja upp húsnæði Smáralindar þar sem því svipar til reðurs sé það skoðað úr loftmynd. Fyrr væri leikurinn einfaldlega ekki kominn út fyrir skynsamleg mörk. Telur hann baráttuna fyrir jafnrétti aldrei geta orðið öfgafulla. Ég spyr hins vegar: Snýst barátta þessara hópa ennþá um jafnrétti eða er hún mögulega sprottin af hatri og ef til vill komin út fyrir skynsamleg mörk jafnvel þó Smáralindin standi enn í fullri reisn? Í viðtali við fyrrum forseta okkar Íslendinga, Vigdísi Finnbogadóttur, sem birtist í tímaritinu Monitor 22. mars, segist hún bæði vera kven- og karlréttindakona, sem kjósi jafnræði og telur hún vissar tegundir femínisma komnar út í öfgar. Hún hvetur fólk til að gæta varhugar þar sem öfgarnar geti eyðilagt góðan málstað. Getur mögulega verið að sannleikskorn leynist í þessum orðum fyrsta lýðræðiskjörna kvenforseta heims? Það fór varla fram hjá neinum að í lok síðasta árs var þjóðþekktur og vægast sagt umdeildur einstaklingur ákærður fyrir alvarlegan kynferðisglæp. Ekki leið á löngu þar til tilteknir aðilar sem kenna sig við femínisma höfðu tekið skýra afstöðu í málinu, fylkt liði gegn meintum geranda og vildu sumir hverjir helst hengja umræddan mann undir eins og það án dóms og laga. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að fjölmiðlar greindu frá ákærunni eða 3. desember 2011 lét María Lilja Þrastardóttir, yfirlýstur femínisti, þau orð falla í pistli sínum á smugan.is að nú fylktu liði fylgdarmenn Gillz nauðgunarbrandarakarls og hrópuðu ofnotuð slagorð á borð við „saklaus uns sekt er sönnuð“. Samkvæmt Maríu Lilju og hennar sýn á jafnrétti er hornsteinn réttarríkisins og hin sígilda meginregla sem kveður á um að hver og einn sé saklaus uns sekt er sönnuð einungis ofnotað „hugtak“. Nú ætla ég ekki að skipa mér í annað hvort „liðið“ enda ekki í verkahring annarra en löggæsluyfirvalda og ef til þess kemur þá dómstóla að leggja dóm á málið. Ég þori hins vegar að fullyrða að hver einasti sæmilega þenkjandi einstaklingur sem reiknað hefur dæmið til enda, geti ekki með nokkru móti hugsað sér að búa í samfélagi þar sem meginregla á borð við „sekur uns sakleysi er sannað“, er við lýði. Ástæðan er fyrst og fremst sú að af tvennu illu er þó öllu skárra að á meðal okkar gangi nokkrir sekir aðilar sem komast hafa hjá fullnustu refsingar fremur en að á bak við lás og slá sitji fjöldinn allur af saklausum einstaklingum. Ekki aðeins sviptir frelsinu heldur einnig ærunni. Það er ástæða fyrir því að við setjum okkur sjálf lög og reglur. Við kjósum að lifa ekki í algjörri ringulreið réttaróöryggis þar sem geðþóttaákvarðanir yfirvalda og sleggjudómar götunnar eiga síðasta orðið. Þó ákveðnir aðilar telji lífsskoðanir sínar æðri lögum okkar allra þá getur það varla talist nægilega gild ástæða þess að mannréttindum beri að víkja til hliðar. Langstærstur hluti þess fólks sem í gegnum tíðina hefur barist fyrir réttindum okkar hefur notast við friðsamlegar aðferðir og tekist á á málefnalegum grundvelli. En svo koma þeir sem með ofstæki afskræma hugtak á borð við femínisma og draga heildina niður á blóðugan vígvöllinn. Skilaboðin eru svo iðulega þau að hver sá sem dirfist að standa upp og stugga við slíkum aðgerðum er óvinur málstaðarins sem vinnur markvisst gegn jafnrétti. Rosa Parks, Martin Luther King, Mahatma Gandhi og Nelson Mandela voru öll róttæk þegar þau börðust fyrir auknu frelsi landa sinna. Ekkert þeirra lét hatur hins vegar blinda sig eða teyma út í öfgar. Óumdeilt er að árangur þessa fólks á sér vart hliðstæðu. Góðir hlutir ávinnast ekki með herskáum og hatursfullum áróðursbrögðum í öfgafullri baráttu sem bæði er háð á lágu og ógeðfelldu plani. Slíkt gerir lítið annað en kynda undir hatri í samfélaginu. Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar