Hvað vill Ólafur Ragnar? Haukur Sigurðsson skrifar 5. apríl 2012 06:00 Í síðasta nýársávarpi sínu gaf forseti sterklega í skyn að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Orðalagið virðist ekki hafa náð nógu vel til hlustenda en texti forseta um þetta féll svo vel að því sem á undan var komið að það átti ekki að misskiljast. Sumir töldu að þarna væri smuga þar sem forseti hefði ekki sagt: „Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil í þessu embætti,” eða eitthvað slíkt. Nú hófst söfnun undirskrifta, sem forseti hefur strax frétt af ef hann hefur ekki vitað af henni fyrir fram. Vildi hann ekki sitja fimmta kjörtímabilið gat hann gefið út yfirlýsingu strax að hann myndi ekki bjóða sig fram. Þarna var Ólafur kominn í mótsögn við sjálfan sig. Næsti þáttur í þessu leikriti er þegar forseta voru fengnir undirskriftalistar og hann leggur höfuðið í bleyti og kemst að þeirri niðurstöðu að þjóðin vilji að hann fari fram. Hann segir að vandamál séu framundan og skírskotar til Evrópumálanna og óttans við Evrópusambandið. Hvernig ætlar forsetinn að koma inn í þá umræðu? Með því að beita synjunarvaldinu af miklum dugnaði? Stjórnskipunin gerir ekki ráð fyrir að forseti verði virkur í stjórnmálum. Lengst gekk Ólafur Ragnar á þeirri braut þegar hann reis gegn vilja meirihluta þingsins sem hafði samþykkt nýjan samning um ICESAVE og þeir sem best þekktu til töldu að lengra yrði ekki náð með samningum. Jafnvel að þjóðin myndi ekki þurfa að borga því að þrotabú gamla Landsbankans ætti fyrir greiðslunni eins og raun hefur borið vitni. Forseti reis gegn þessari niðurstöðu. Telur hann sjálfsagt að rísa gegn meirihluta Alþingis þegar honum hentar? Með þessu er embætti forseta orðið rammpólitískt og forseti að taka sér stöðu utan laga. Þar fyrir utan má minna á að hann lýsti yfir, þegar hann tilkynnti framboð sitt, að hann myndi jafnvel aðeins sitja tvö ár, hálft kjörtímabil. Ekki er gert ráð fyrir þessu í stjórnskipun. Hvernig hefði mönnum líkað ef Kristján Eldjárn hefði lýst því yfir 1976 að hann hygðist aðeins sitja næstu tvö ár og enga skýringu gefið? Það er reyndar útilokað að það hefði gerst. Nú eru komnir fram frambjóðendur aðrir en Ólafur sem hefur auðvitað greinilegt forskot. Eiga þeir nú að fara í framboðsleik, ná ekki kjöri núna og fara svo aftur fram að tveimur árum liðnum? Svona leikur forseti sér með fólk, treður á stjórnskipun og getur hlegið á hliðarlínunni. Þar sem Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að halda áfram á sömu braut einkastjórnmála, verða forseti sérhagsmunaafla og einangrunarsinna ber honum skylda til að gera þjóðinni grein fyrir því að hann ætli sér ekki að verða forseti allrar þjóðarinnar. Nema hann hafi lyst á að skipta um skoðun í þessu stóra máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta nýársávarpi sínu gaf forseti sterklega í skyn að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Orðalagið virðist ekki hafa náð nógu vel til hlustenda en texti forseta um þetta féll svo vel að því sem á undan var komið að það átti ekki að misskiljast. Sumir töldu að þarna væri smuga þar sem forseti hefði ekki sagt: „Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil í þessu embætti,” eða eitthvað slíkt. Nú hófst söfnun undirskrifta, sem forseti hefur strax frétt af ef hann hefur ekki vitað af henni fyrir fram. Vildi hann ekki sitja fimmta kjörtímabilið gat hann gefið út yfirlýsingu strax að hann myndi ekki bjóða sig fram. Þarna var Ólafur kominn í mótsögn við sjálfan sig. Næsti þáttur í þessu leikriti er þegar forseta voru fengnir undirskriftalistar og hann leggur höfuðið í bleyti og kemst að þeirri niðurstöðu að þjóðin vilji að hann fari fram. Hann segir að vandamál séu framundan og skírskotar til Evrópumálanna og óttans við Evrópusambandið. Hvernig ætlar forsetinn að koma inn í þá umræðu? Með því að beita synjunarvaldinu af miklum dugnaði? Stjórnskipunin gerir ekki ráð fyrir að forseti verði virkur í stjórnmálum. Lengst gekk Ólafur Ragnar á þeirri braut þegar hann reis gegn vilja meirihluta þingsins sem hafði samþykkt nýjan samning um ICESAVE og þeir sem best þekktu til töldu að lengra yrði ekki náð með samningum. Jafnvel að þjóðin myndi ekki þurfa að borga því að þrotabú gamla Landsbankans ætti fyrir greiðslunni eins og raun hefur borið vitni. Forseti reis gegn þessari niðurstöðu. Telur hann sjálfsagt að rísa gegn meirihluta Alþingis þegar honum hentar? Með þessu er embætti forseta orðið rammpólitískt og forseti að taka sér stöðu utan laga. Þar fyrir utan má minna á að hann lýsti yfir, þegar hann tilkynnti framboð sitt, að hann myndi jafnvel aðeins sitja tvö ár, hálft kjörtímabil. Ekki er gert ráð fyrir þessu í stjórnskipun. Hvernig hefði mönnum líkað ef Kristján Eldjárn hefði lýst því yfir 1976 að hann hygðist aðeins sitja næstu tvö ár og enga skýringu gefið? Það er reyndar útilokað að það hefði gerst. Nú eru komnir fram frambjóðendur aðrir en Ólafur sem hefur auðvitað greinilegt forskot. Eiga þeir nú að fara í framboðsleik, ná ekki kjöri núna og fara svo aftur fram að tveimur árum liðnum? Svona leikur forseti sér með fólk, treður á stjórnskipun og getur hlegið á hliðarlínunni. Þar sem Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að halda áfram á sömu braut einkastjórnmála, verða forseti sérhagsmunaafla og einangrunarsinna ber honum skylda til að gera þjóðinni grein fyrir því að hann ætli sér ekki að verða forseti allrar þjóðarinnar. Nema hann hafi lyst á að skipta um skoðun í þessu stóra máli?
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun