Hvað vill Ólafur Ragnar? Haukur Sigurðsson skrifar 5. apríl 2012 06:00 Í síðasta nýársávarpi sínu gaf forseti sterklega í skyn að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Orðalagið virðist ekki hafa náð nógu vel til hlustenda en texti forseta um þetta féll svo vel að því sem á undan var komið að það átti ekki að misskiljast. Sumir töldu að þarna væri smuga þar sem forseti hefði ekki sagt: „Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil í þessu embætti,” eða eitthvað slíkt. Nú hófst söfnun undirskrifta, sem forseti hefur strax frétt af ef hann hefur ekki vitað af henni fyrir fram. Vildi hann ekki sitja fimmta kjörtímabilið gat hann gefið út yfirlýsingu strax að hann myndi ekki bjóða sig fram. Þarna var Ólafur kominn í mótsögn við sjálfan sig. Næsti þáttur í þessu leikriti er þegar forseta voru fengnir undirskriftalistar og hann leggur höfuðið í bleyti og kemst að þeirri niðurstöðu að þjóðin vilji að hann fari fram. Hann segir að vandamál séu framundan og skírskotar til Evrópumálanna og óttans við Evrópusambandið. Hvernig ætlar forsetinn að koma inn í þá umræðu? Með því að beita synjunarvaldinu af miklum dugnaði? Stjórnskipunin gerir ekki ráð fyrir að forseti verði virkur í stjórnmálum. Lengst gekk Ólafur Ragnar á þeirri braut þegar hann reis gegn vilja meirihluta þingsins sem hafði samþykkt nýjan samning um ICESAVE og þeir sem best þekktu til töldu að lengra yrði ekki náð með samningum. Jafnvel að þjóðin myndi ekki þurfa að borga því að þrotabú gamla Landsbankans ætti fyrir greiðslunni eins og raun hefur borið vitni. Forseti reis gegn þessari niðurstöðu. Telur hann sjálfsagt að rísa gegn meirihluta Alþingis þegar honum hentar? Með þessu er embætti forseta orðið rammpólitískt og forseti að taka sér stöðu utan laga. Þar fyrir utan má minna á að hann lýsti yfir, þegar hann tilkynnti framboð sitt, að hann myndi jafnvel aðeins sitja tvö ár, hálft kjörtímabil. Ekki er gert ráð fyrir þessu í stjórnskipun. Hvernig hefði mönnum líkað ef Kristján Eldjárn hefði lýst því yfir 1976 að hann hygðist aðeins sitja næstu tvö ár og enga skýringu gefið? Það er reyndar útilokað að það hefði gerst. Nú eru komnir fram frambjóðendur aðrir en Ólafur sem hefur auðvitað greinilegt forskot. Eiga þeir nú að fara í framboðsleik, ná ekki kjöri núna og fara svo aftur fram að tveimur árum liðnum? Svona leikur forseti sér með fólk, treður á stjórnskipun og getur hlegið á hliðarlínunni. Þar sem Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að halda áfram á sömu braut einkastjórnmála, verða forseti sérhagsmunaafla og einangrunarsinna ber honum skylda til að gera þjóðinni grein fyrir því að hann ætli sér ekki að verða forseti allrar þjóðarinnar. Nema hann hafi lyst á að skipta um skoðun í þessu stóra máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðasta nýársávarpi sínu gaf forseti sterklega í skyn að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Orðalagið virðist ekki hafa náð nógu vel til hlustenda en texti forseta um þetta féll svo vel að því sem á undan var komið að það átti ekki að misskiljast. Sumir töldu að þarna væri smuga þar sem forseti hefði ekki sagt: „Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil í þessu embætti,” eða eitthvað slíkt. Nú hófst söfnun undirskrifta, sem forseti hefur strax frétt af ef hann hefur ekki vitað af henni fyrir fram. Vildi hann ekki sitja fimmta kjörtímabilið gat hann gefið út yfirlýsingu strax að hann myndi ekki bjóða sig fram. Þarna var Ólafur kominn í mótsögn við sjálfan sig. Næsti þáttur í þessu leikriti er þegar forseta voru fengnir undirskriftalistar og hann leggur höfuðið í bleyti og kemst að þeirri niðurstöðu að þjóðin vilji að hann fari fram. Hann segir að vandamál séu framundan og skírskotar til Evrópumálanna og óttans við Evrópusambandið. Hvernig ætlar forsetinn að koma inn í þá umræðu? Með því að beita synjunarvaldinu af miklum dugnaði? Stjórnskipunin gerir ekki ráð fyrir að forseti verði virkur í stjórnmálum. Lengst gekk Ólafur Ragnar á þeirri braut þegar hann reis gegn vilja meirihluta þingsins sem hafði samþykkt nýjan samning um ICESAVE og þeir sem best þekktu til töldu að lengra yrði ekki náð með samningum. Jafnvel að þjóðin myndi ekki þurfa að borga því að þrotabú gamla Landsbankans ætti fyrir greiðslunni eins og raun hefur borið vitni. Forseti reis gegn þessari niðurstöðu. Telur hann sjálfsagt að rísa gegn meirihluta Alþingis þegar honum hentar? Með þessu er embætti forseta orðið rammpólitískt og forseti að taka sér stöðu utan laga. Þar fyrir utan má minna á að hann lýsti yfir, þegar hann tilkynnti framboð sitt, að hann myndi jafnvel aðeins sitja tvö ár, hálft kjörtímabil. Ekki er gert ráð fyrir þessu í stjórnskipun. Hvernig hefði mönnum líkað ef Kristján Eldjárn hefði lýst því yfir 1976 að hann hygðist aðeins sitja næstu tvö ár og enga skýringu gefið? Það er reyndar útilokað að það hefði gerst. Nú eru komnir fram frambjóðendur aðrir en Ólafur sem hefur auðvitað greinilegt forskot. Eiga þeir nú að fara í framboðsleik, ná ekki kjöri núna og fara svo aftur fram að tveimur árum liðnum? Svona leikur forseti sér með fólk, treður á stjórnskipun og getur hlegið á hliðarlínunni. Þar sem Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að halda áfram á sömu braut einkastjórnmála, verða forseti sérhagsmunaafla og einangrunarsinna ber honum skylda til að gera þjóðinni grein fyrir því að hann ætli sér ekki að verða forseti allrar þjóðarinnar. Nema hann hafi lyst á að skipta um skoðun í þessu stóra máli?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun