Útgerðin getur lagt meira af mörkum Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 5. apríl 2012 06:00 Síðustu 2 til 3 ár hafa verið mjög hagfelld fyrir rekstur flestra sjávarútvegsfyrirtækja þótt afkoma sé nokkuð mismunandi eftir því hvers eðlis þau eru. Ytri aðstæður hafa á heildina litið verið hagfelldar frá árinu 2009. Þrátt fyrir miklar sveiflur á erlendum mörkuðum hefur verð á sjávarafurðum, mælt í erlendri mynt, haldist hátt í flestum afurðaflokkum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár og eins er ástand uppsjávarfiskstofna gott en þar vegur þungt góð makríl- og loðnuveiði. Vegna góðrar afkomu sem og skuldaúrvinnslu margra sjávarútvegsfyrirtækja horfir til betri vegar í skuldamálum sjávarútvegsins. Þannig hefur sjávarútvegurinn skapað sér svigrúm til fjárfestinga og frekari nýsköpunar og markaðssóknar. Árið 2012 mun enn frekar styrkja athafnamöguleika sjávarútvegsins og raunar hagvaxtarhorfur landsins í heild enda gæti það orðið eitt besta ár í íslenskum sjávarútvegi í langan tíma. Þetta skýrist af miklum veiðum á uppsjávarfiski, þar munar mest um loðnu og makríl. Einnig er gert ráð fyrir auknum þorskkvóta og svo áfram háu afurðarverði á flestum sjávarafurðum. Við þessar aðstæður er eðlilegt að gera kröfur til sjávarútvegsins um að hann skili meiru í sameiginlega sjóði landsmanna. Ríkissjóður hefur tekið á sig miklar byrðar eftir hrun við að halda innviðunum í samfélaginu gangandi. Að sama skapi hefur almenningur þurft að þola niðurskurð á opinberri þjónustu, hærri álögur og högg vegna falls krónunnar. Ekki er sanngjarnt að hann taki á sig frekari byrðar. Framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, sem jafnframt virðist vera eins konar talsmaður útgerðarmanna, telur að þær tillögur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett fram um veiðigjald feli í sér ofurskattlagningu á útgerðina. Ljótt ef satt reynist. Það dró þó verulega úr trúverðugleika fullyrðinga framkvæmdastjórans að í kynningunni var reynt að ýkja upp raunálögur fyrirtækjanna. Meðal þess sem benda má á er að áhrif veiðigjalda á tekjuskattsgreiðslur, þ.e. væntanleg lækkun þeirra, er ekki metin en hún ætti til lengri tíma litið að vera 20% af veiðigjaldinu. Það er allavega ljóst að það myndi að hluta til skýra hversu há niðurstaða Deloitte er. Auk þess er ein meginforsenda þess sem Deloitte gengur út frá að útgerðaraðilar eigi kvótann og eigi þar af leiðandi hagnað af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar án tillits til þess hve mikið þeir hafa lagt fram. Taka veiðigjalds sé því skattlagning hagnaðar en ekki greiðsla fyrir afnot af auðlindinni jafnvel þótt þjóðin eigi þessa auðlind í raun. Með þessu er þó auðvelt að reikna sig upp í himinhá skatthlutföll. Hið eðlilega væri að líta á veiðigjöldin sem endurgreiðslu á kostnaði og leigu fyrir heimild til nýtingar á eign sem ekki tilheyrir útgerðinni. Ekki kom heldur fram í kynningunni hvort hún væri kostuð af LÍÚ eða útgerðarfyrirtækjum. Slíkt skiptir þó máli enda gæti einhver talið að búið væri að kosta fyrirtækið til áróðursherferðar. Því miður hafa forsvarsmenn útgerða ekki komið með tillögur og rökstuðning fyrir því hvert eðlilegt afgjald af auðlindinni er heldur einbeitt sér að neikvæðum málflutningi. Við núverandi aðstæður er þó ljóst að verulegt svigrúm er fyrir útgerðina að greiða mun meira fyrir afnot sín af auðlindinni. Á sama tíma hefur staða flestra annarra í þjóðfélaginu veikst og því sanngirni í því að dreifa byrðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Síðustu 2 til 3 ár hafa verið mjög hagfelld fyrir rekstur flestra sjávarútvegsfyrirtækja þótt afkoma sé nokkuð mismunandi eftir því hvers eðlis þau eru. Ytri aðstæður hafa á heildina litið verið hagfelldar frá árinu 2009. Þrátt fyrir miklar sveiflur á erlendum mörkuðum hefur verð á sjávarafurðum, mælt í erlendri mynt, haldist hátt í flestum afurðaflokkum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár og eins er ástand uppsjávarfiskstofna gott en þar vegur þungt góð makríl- og loðnuveiði. Vegna góðrar afkomu sem og skuldaúrvinnslu margra sjávarútvegsfyrirtækja horfir til betri vegar í skuldamálum sjávarútvegsins. Þannig hefur sjávarútvegurinn skapað sér svigrúm til fjárfestinga og frekari nýsköpunar og markaðssóknar. Árið 2012 mun enn frekar styrkja athafnamöguleika sjávarútvegsins og raunar hagvaxtarhorfur landsins í heild enda gæti það orðið eitt besta ár í íslenskum sjávarútvegi í langan tíma. Þetta skýrist af miklum veiðum á uppsjávarfiski, þar munar mest um loðnu og makríl. Einnig er gert ráð fyrir auknum þorskkvóta og svo áfram háu afurðarverði á flestum sjávarafurðum. Við þessar aðstæður er eðlilegt að gera kröfur til sjávarútvegsins um að hann skili meiru í sameiginlega sjóði landsmanna. Ríkissjóður hefur tekið á sig miklar byrðar eftir hrun við að halda innviðunum í samfélaginu gangandi. Að sama skapi hefur almenningur þurft að þola niðurskurð á opinberri þjónustu, hærri álögur og högg vegna falls krónunnar. Ekki er sanngjarnt að hann taki á sig frekari byrðar. Framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, sem jafnframt virðist vera eins konar talsmaður útgerðarmanna, telur að þær tillögur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett fram um veiðigjald feli í sér ofurskattlagningu á útgerðina. Ljótt ef satt reynist. Það dró þó verulega úr trúverðugleika fullyrðinga framkvæmdastjórans að í kynningunni var reynt að ýkja upp raunálögur fyrirtækjanna. Meðal þess sem benda má á er að áhrif veiðigjalda á tekjuskattsgreiðslur, þ.e. væntanleg lækkun þeirra, er ekki metin en hún ætti til lengri tíma litið að vera 20% af veiðigjaldinu. Það er allavega ljóst að það myndi að hluta til skýra hversu há niðurstaða Deloitte er. Auk þess er ein meginforsenda þess sem Deloitte gengur út frá að útgerðaraðilar eigi kvótann og eigi þar af leiðandi hagnað af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar án tillits til þess hve mikið þeir hafa lagt fram. Taka veiðigjalds sé því skattlagning hagnaðar en ekki greiðsla fyrir afnot af auðlindinni jafnvel þótt þjóðin eigi þessa auðlind í raun. Með þessu er þó auðvelt að reikna sig upp í himinhá skatthlutföll. Hið eðlilega væri að líta á veiðigjöldin sem endurgreiðslu á kostnaði og leigu fyrir heimild til nýtingar á eign sem ekki tilheyrir útgerðinni. Ekki kom heldur fram í kynningunni hvort hún væri kostuð af LÍÚ eða útgerðarfyrirtækjum. Slíkt skiptir þó máli enda gæti einhver talið að búið væri að kosta fyrirtækið til áróðursherferðar. Því miður hafa forsvarsmenn útgerða ekki komið með tillögur og rökstuðning fyrir því hvert eðlilegt afgjald af auðlindinni er heldur einbeitt sér að neikvæðum málflutningi. Við núverandi aðstæður er þó ljóst að verulegt svigrúm er fyrir útgerðina að greiða mun meira fyrir afnot sín af auðlindinni. Á sama tíma hefur staða flestra annarra í þjóðfélaginu veikst og því sanngirni í því að dreifa byrðunum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar