Að hugsa lengra en nefið nær Ásgerður Bergsdóttir og Katrín Hauksdóttir skrifar 5. apríl 2012 06:00 Úr öllum landshlutum berast kröfur til hins opinbera um uppbyggingu atvinnulífsins og aukna hagsæld íbúanna. Háværastir í þeim hópi eru þeir sem krefjast þess að stóriðjufyrirtækjum á borð við álbræðslur verði gert kleift að opna hér verksmiðjur með ýmis konar ívilnunum. Á sama tíma berast fréttir alls staðar að úr heiminum um hnignun jarðargæða vegna gegndarlauss ágangs mannanna. Vandamálin sem blasa við eru hráefnaþurrð, mengun vatns, sjávar og andrúmslofts (með tilheyrandi fylgikvillum), eyðing gróins lands, skóga og ósónlagsins. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingarnar ef fer sem horfir en augljóst að þessi vandamál varða ekki bara mannskepnuna heldur allt lífríki jarðarinnar með viðvarandi skorti á lífsnauðsynjum í náinni framtíð. Íslendingar eru í nokkuð sérstakri stöðu meðal þjóða; þeir eiga nóg land og nóg af hreinu vatni – enn sem komið er. Í stað þess að hlúa að þessum verðmætum með komandi kynslóðir í huga virðast Íslendingar enn mjög heillaðir af töfrum efnahagsundranna – hvað sem þau kosta. Hagvöxtur sem byggist á mengandi stóriðju og auðlindafrekju verður aldrei annað en ígildi yfirdráttarláns sem náttúran og komandi kynslóðir þurfa að borga. Hugtakið auðlind felur ekki í sér óendanlega uppsprettu eins og stundum er gefið til kynna. Réttara væri að kalla auðlindir forðabúr. Við eigum takmarkaðan forða sem þrýtur að lokum eins og gjaldeyrisforði þjóðarinnar gerði í hruninu 2008. Forði sem átti að duga þjóðinni í mestu hugsanlegu vandræðum. Þótt drykkjarvatn sé á Íslandi almennt talið óþrjótandi er það ekki svo. Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar og hagvöxtur framtíðarinnar. Með aukinni mengun og hækkandi hitastigi jarðar (vegna gróðurhúsaáhrifa) fara gæði vatns í heiminum dvínandi. Við megum ekki selja frá okkur vatnsréttindin til að græða tímabundið og standa svo frammi fyrir því að hreint vatn verði eingöngu aðgengilegt fyrir þá sem geta borgað fyrir það. Þetta er því miður staðreynd sumstaðar í heiminum þar sem fyrirtæki eða einstaklingar hafa keypt land með greiðan aðgang að vatni. Fljótlega eftir kaupin hækkar vatnsverð til neytenda svo að stórir hópar fólks hafa vart efni á að kaupa sér hreint vatn. Nú hugsa líklega margir að þetta geti aldrei gerst hér á landi en við höfum nú þegar selt frá okkur auðlindir sem ættu aldrei að vera í einkaeigu. Vatnið verður að vera aðgengilegt fyrir alla – rétt eins og andrúmsloftið. Sama má segja um gildismat á landi. Íslendingar virðast upp til hópa ekki bera skynbragð á verðmæti ósnortinnar náttúru. Í umræðunni um Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma vildu virkjanasinnar meina að landið sem sökkt yrði væri lítils virði m.a. vegna þess að þar væri lítill gróður og næstum enginn hefði séð landið. Með sömu rökum mætti segja að tunglið skipti litlu máli fyrir lífið á jörðinni. Það sem hins vegar hefur orðið mörgum ljóst undanfarin ár er hve mikils virði óspillt náttúra er og verður aðeins dýrmætari með tímanum, líkt og vatnið. Íslendingar verða að opna augun fyrir því að sala á landi, hvort sem er til virkjana eða til einkaaðila með aðra uppbyggingu í huga, verður að skoða í heildarsamhengi. Ósnortin náttúrusvæði eru sjaldgæf í hnattrænu samhengi og þessi svæði eiga mjög undir högg að sækja þegar krafan um skyndilausnir fer að stjórna umræðunni. Þar koma alþjóðleg stórfyrirtæki inn í myndina. Fjárfestingarstefna þeirra fellur nefnilega afar vel að skammsýnum hagvaxtarhugmyndum Íslendinga, þjóðar sem lætur sig afdrif komandi kynslóða, hvað þá annarra jarðarbúa, engu varða. En við megum ekki láta blekkjast af þeim sem bjóða okkur piparkökuhús skreytt með sælgæti þegar verið er að lokka okkur inn í ofninn! Ef menn staldra aðeins við, hugleiða þessi mál og reyna jafnvel að skilja þau þótt ekki væri nema í grundvallaratriðum, er ólíklegt að niðurstaðan verði að „öfgafullir umhverfissinnar“ séu þeir sem beri ábyrgð á stöðu efnahagsreikninga nú um stundir og komi í veg fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu. Áhrifamenn sem þannig tjá sig eru á sama tíma að lýsa yfir fávisku sinni. Og í þeim efnum verður óspillt náttúra að njóta vafans. Umhverfismál verða að hafa forgang – áður en það verður um seinan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Úr öllum landshlutum berast kröfur til hins opinbera um uppbyggingu atvinnulífsins og aukna hagsæld íbúanna. Háværastir í þeim hópi eru þeir sem krefjast þess að stóriðjufyrirtækjum á borð við álbræðslur verði gert kleift að opna hér verksmiðjur með ýmis konar ívilnunum. Á sama tíma berast fréttir alls staðar að úr heiminum um hnignun jarðargæða vegna gegndarlauss ágangs mannanna. Vandamálin sem blasa við eru hráefnaþurrð, mengun vatns, sjávar og andrúmslofts (með tilheyrandi fylgikvillum), eyðing gróins lands, skóga og ósónlagsins. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingarnar ef fer sem horfir en augljóst að þessi vandamál varða ekki bara mannskepnuna heldur allt lífríki jarðarinnar með viðvarandi skorti á lífsnauðsynjum í náinni framtíð. Íslendingar eru í nokkuð sérstakri stöðu meðal þjóða; þeir eiga nóg land og nóg af hreinu vatni – enn sem komið er. Í stað þess að hlúa að þessum verðmætum með komandi kynslóðir í huga virðast Íslendingar enn mjög heillaðir af töfrum efnahagsundranna – hvað sem þau kosta. Hagvöxtur sem byggist á mengandi stóriðju og auðlindafrekju verður aldrei annað en ígildi yfirdráttarláns sem náttúran og komandi kynslóðir þurfa að borga. Hugtakið auðlind felur ekki í sér óendanlega uppsprettu eins og stundum er gefið til kynna. Réttara væri að kalla auðlindir forðabúr. Við eigum takmarkaðan forða sem þrýtur að lokum eins og gjaldeyrisforði þjóðarinnar gerði í hruninu 2008. Forði sem átti að duga þjóðinni í mestu hugsanlegu vandræðum. Þótt drykkjarvatn sé á Íslandi almennt talið óþrjótandi er það ekki svo. Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar og hagvöxtur framtíðarinnar. Með aukinni mengun og hækkandi hitastigi jarðar (vegna gróðurhúsaáhrifa) fara gæði vatns í heiminum dvínandi. Við megum ekki selja frá okkur vatnsréttindin til að græða tímabundið og standa svo frammi fyrir því að hreint vatn verði eingöngu aðgengilegt fyrir þá sem geta borgað fyrir það. Þetta er því miður staðreynd sumstaðar í heiminum þar sem fyrirtæki eða einstaklingar hafa keypt land með greiðan aðgang að vatni. Fljótlega eftir kaupin hækkar vatnsverð til neytenda svo að stórir hópar fólks hafa vart efni á að kaupa sér hreint vatn. Nú hugsa líklega margir að þetta geti aldrei gerst hér á landi en við höfum nú þegar selt frá okkur auðlindir sem ættu aldrei að vera í einkaeigu. Vatnið verður að vera aðgengilegt fyrir alla – rétt eins og andrúmsloftið. Sama má segja um gildismat á landi. Íslendingar virðast upp til hópa ekki bera skynbragð á verðmæti ósnortinnar náttúru. Í umræðunni um Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma vildu virkjanasinnar meina að landið sem sökkt yrði væri lítils virði m.a. vegna þess að þar væri lítill gróður og næstum enginn hefði séð landið. Með sömu rökum mætti segja að tunglið skipti litlu máli fyrir lífið á jörðinni. Það sem hins vegar hefur orðið mörgum ljóst undanfarin ár er hve mikils virði óspillt náttúra er og verður aðeins dýrmætari með tímanum, líkt og vatnið. Íslendingar verða að opna augun fyrir því að sala á landi, hvort sem er til virkjana eða til einkaaðila með aðra uppbyggingu í huga, verður að skoða í heildarsamhengi. Ósnortin náttúrusvæði eru sjaldgæf í hnattrænu samhengi og þessi svæði eiga mjög undir högg að sækja þegar krafan um skyndilausnir fer að stjórna umræðunni. Þar koma alþjóðleg stórfyrirtæki inn í myndina. Fjárfestingarstefna þeirra fellur nefnilega afar vel að skammsýnum hagvaxtarhugmyndum Íslendinga, þjóðar sem lætur sig afdrif komandi kynslóða, hvað þá annarra jarðarbúa, engu varða. En við megum ekki láta blekkjast af þeim sem bjóða okkur piparkökuhús skreytt með sælgæti þegar verið er að lokka okkur inn í ofninn! Ef menn staldra aðeins við, hugleiða þessi mál og reyna jafnvel að skilja þau þótt ekki væri nema í grundvallaratriðum, er ólíklegt að niðurstaðan verði að „öfgafullir umhverfissinnar“ séu þeir sem beri ábyrgð á stöðu efnahagsreikninga nú um stundir og komi í veg fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu. Áhrifamenn sem þannig tjá sig eru á sama tíma að lýsa yfir fávisku sinni. Og í þeim efnum verður óspillt náttúra að njóta vafans. Umhverfismál verða að hafa forgang – áður en það verður um seinan.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun