Opið bréf til velferðarráðherra Ómar Sigurvin skrifar 5. apríl 2012 06:00 Því miður er það svo að þrátt fyrir fagleg rök þá virðumst við læknar í nokkrum mæli mæta því viðhorfi að við höfum eitthvað út á samstarfsstéttir okkar að setja, þar sem við höfum vissar efasemdir um gæði frumvarps yðar um breytingar á ávísanaheimild lyfjalaga. Fagleg rök víkja fyrir tilfinningaríkum skrifum sem draga athyglina frá innihaldinu, eins og sjá má á grein á pressan.is frá 23. mars sl. Benda má á nýlega grein Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í Fréttablaðinu þann 26. mars sem gott dæmi um þau rök sem notuð eru með frumvarpinu. Þar er talað út frá tilfinningu um að ungar stúlkur hræðist að leita læknis til að fá pilluna, en ættu auðvelt með að leita skólahjúkrunarfræðings með sömu beiðni. Engin fagleg greining liggur að baki þessum orðum, engin könnun á því hvort þetta sé raunverulegt vandamál, einungis tilfinning. Það mega allir tala um sínar tilfinningar. Til dæmis getur undirritaður bent á reynslu af kynfræðslu ungmenna í gegnum Ástráð, forvarnastarf læknanema, sem starfað hefur frá aldamótum. Undirritaður hefur töluverða reynslu af að ræða við ungmenni í þeirri fræðslu, en hefur nánast aldrei rætt við ungmenni sem telja aðgengi að pillunni vera vandamál. Þau kvarta um ýmislegt annað; verð á smokkum/pillum, vesen við að hugsa fram í tímann, vandræðalegt að ræða málið við bólfélaga, aukaverkanir af pillunni, óþægindi af smokkanotkun o.s.frv. Úr starfi mínu á Kvennadeild LSH hef ég auk þess reynslu af fóstureyðingarmóttöku, en þar er það svo að oft og tíðum hafa konur sem koma í fóstureyðingu notað (hormóna)getnaðarvarnir, en eitthvað borið út af við notkun þeirra eða þær ekki dugað. En svo vikið sé aftur að faglegu rökunum (með hjálp Talnabrunns Landlæknis): Fæðingum hefur stórfækkað hjá unglingsstúlkum. Fæðingar ungra stúlkna eru nú um 10% af því sem þær voru fyrir 30 árum. Heildarhlutfall þeirra af fæðingum er um 1%. Hversu lágt stefnum við? Má engin kona undir 20 ára verða þunguð á Íslandi? Það gleymist oft í umræðunni að í eldri árgöngum þessa yngsta hóps eru stúlkurnar ekki alltaf „ungar einstæðar stelpur“ heldur konur sem komnar eru í fast samband, jafnvel sambúð. Eru 21 árs konur betri mæður en 19 ára? Konur yngri en 20 ára stofna oft til sambanda og eignast börn með piltum á þrítugsaldri (skv. gögnum Hagstofu). Er rétt að miða við að koma í veg fyrir allar þessar þunganir? Varðandi fóstureyðingar er áhugavert að skoða hve margar, eða raunar fáar, þær eru. Á Íslandi er næstlægsta hlutfall fóstureyðinga samanborið við fæðingar (193/1000 fædd) á Norðurlöndunum. Hæsti fjöldinn er í Svíþjóð, en þar eru umræddar ávísanaheimildir við lýði. Fóstureyðingum á Íslandi fer fækkandi og hefur þeim fækkað mjög í yngsta aldurshópnum, eru nú 12/1000, en voru 21/1000 fyrir 10 árum. Ef litið er á tölur úr viðtali við Elsu á RÚV voru fóstureyðingar stúlkna undir 15 ára fimm talsins árið 2010, en um 170 hjá aldurshópnum 15-19 ára. Því er ljóst að fóstureyðingar eru sjaldgæfar hjá stúlkum á grunnskólaaldri. Þessar stúlkur dreifast á marga árganga yfir allt landið og alla skóla landsins, auk þeirra sem ekki eru í skóla. Hvar eiga þessir hjúkrunarfræðingar að vera staðsettir? Eiga þeir að vera í öllum skólum? Á að endurmennta hvern einasta hjúkrunarfræðing sem kemur nálægt unglingi til að laga þessa meintu óábyrgu hegðun? Til þess þarf að mennta marga tugi hjúkrunarfræðinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu, og annað eins á landsbyggðinni. Hvað skyldi það kosta? Eitt sem gleymst hefur í umræðunni, ágæti ráðherra, eru kynsjúkdómar. Tíðni þeirra er að aukast aftur, en góður árangur hafði náðst í þeim málum fyrir nokkrum árum. Rúmlega 2.000 manns greinast með klamydíu ár hvert, lekandi er farinn að greinast aftur, gríðarleg aukning hefur orðið í kynfæravörtusmitum, sérstaklega hjá ungu fólki. Allt þetta má koma í veg fyrir með því að nota smokkinn. Hins vegar hafa tölur sýnt að notkun hans minnkar með aukinni notkun annarra getnaðarvarna, þá sérstaklega hormónagetnaðarvarna. Í ljósi þessa hlýtur það að teljast varhugavert að umræddu frumvarpi sé ætlað að auka notkun pillunar frekar en smokksins. Bæði veita jafngóða getnaðarvörn, en smokkurinn verndar að auki fyrir kynsjúkdómum, sem eru stórt heilsufarslegt vandamál fyrir ungt fólk. Við teljum að ef raunverulegur vilji er til að bæta þau vandamál sem bent er á í umræddri, 5 ára gamalli skýrslu, þurfi aðra nálgun en fram kemur í frumvarpinu. Bæta þarf forvarnir um kynheilbrigði, lækka verð eða gera getnaðarvarnir ókeypis líkt og gert hefur verið t.d. í Noregi og stefnt er á að auka enn frekar, opna unglingamóttökur eða taka upp skólatengda læknisþjónustu og opna umræðu um kynlíf og forvarnir. Sumt af þessu var einmitt minnst á í skýrslunni, en ekki litið til við gerð frumvarpsins. Við læknar erum meira en til í að vinna með hverjum þeim sem er reiðubúinn að vinna af alvöru að þessu sameiginlega markmiði okkar; að tryggja að allir geti skipulagt sínar barneignir, fækka óæskilegum unglingaþungunum og fóstureyðingum, en auk þess að útrýma kynsjúkdómum. Það gleður okkur einnig að sjá að minnst er á mörg af þessum efnum í þingsályktunartillögu frá velferðarnefnd um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks. Ágæti ráðherra! Forðumst órökstuddar skyndilausnir til að leysa langtímavandamál. Reynum heldur að nýta þann árangur sem náðst hefur og byggja ofan á það sem þegar hefur verið vel gert. Höldum okkur við fagleg rök í umræðu um fagleg mál, án þess munum við aldrei ná raunverulegum árangri í starfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því miður er það svo að þrátt fyrir fagleg rök þá virðumst við læknar í nokkrum mæli mæta því viðhorfi að við höfum eitthvað út á samstarfsstéttir okkar að setja, þar sem við höfum vissar efasemdir um gæði frumvarps yðar um breytingar á ávísanaheimild lyfjalaga. Fagleg rök víkja fyrir tilfinningaríkum skrifum sem draga athyglina frá innihaldinu, eins og sjá má á grein á pressan.is frá 23. mars sl. Benda má á nýlega grein Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í Fréttablaðinu þann 26. mars sem gott dæmi um þau rök sem notuð eru með frumvarpinu. Þar er talað út frá tilfinningu um að ungar stúlkur hræðist að leita læknis til að fá pilluna, en ættu auðvelt með að leita skólahjúkrunarfræðings með sömu beiðni. Engin fagleg greining liggur að baki þessum orðum, engin könnun á því hvort þetta sé raunverulegt vandamál, einungis tilfinning. Það mega allir tala um sínar tilfinningar. Til dæmis getur undirritaður bent á reynslu af kynfræðslu ungmenna í gegnum Ástráð, forvarnastarf læknanema, sem starfað hefur frá aldamótum. Undirritaður hefur töluverða reynslu af að ræða við ungmenni í þeirri fræðslu, en hefur nánast aldrei rætt við ungmenni sem telja aðgengi að pillunni vera vandamál. Þau kvarta um ýmislegt annað; verð á smokkum/pillum, vesen við að hugsa fram í tímann, vandræðalegt að ræða málið við bólfélaga, aukaverkanir af pillunni, óþægindi af smokkanotkun o.s.frv. Úr starfi mínu á Kvennadeild LSH hef ég auk þess reynslu af fóstureyðingarmóttöku, en þar er það svo að oft og tíðum hafa konur sem koma í fóstureyðingu notað (hormóna)getnaðarvarnir, en eitthvað borið út af við notkun þeirra eða þær ekki dugað. En svo vikið sé aftur að faglegu rökunum (með hjálp Talnabrunns Landlæknis): Fæðingum hefur stórfækkað hjá unglingsstúlkum. Fæðingar ungra stúlkna eru nú um 10% af því sem þær voru fyrir 30 árum. Heildarhlutfall þeirra af fæðingum er um 1%. Hversu lágt stefnum við? Má engin kona undir 20 ára verða þunguð á Íslandi? Það gleymist oft í umræðunni að í eldri árgöngum þessa yngsta hóps eru stúlkurnar ekki alltaf „ungar einstæðar stelpur“ heldur konur sem komnar eru í fast samband, jafnvel sambúð. Eru 21 árs konur betri mæður en 19 ára? Konur yngri en 20 ára stofna oft til sambanda og eignast börn með piltum á þrítugsaldri (skv. gögnum Hagstofu). Er rétt að miða við að koma í veg fyrir allar þessar þunganir? Varðandi fóstureyðingar er áhugavert að skoða hve margar, eða raunar fáar, þær eru. Á Íslandi er næstlægsta hlutfall fóstureyðinga samanborið við fæðingar (193/1000 fædd) á Norðurlöndunum. Hæsti fjöldinn er í Svíþjóð, en þar eru umræddar ávísanaheimildir við lýði. Fóstureyðingum á Íslandi fer fækkandi og hefur þeim fækkað mjög í yngsta aldurshópnum, eru nú 12/1000, en voru 21/1000 fyrir 10 árum. Ef litið er á tölur úr viðtali við Elsu á RÚV voru fóstureyðingar stúlkna undir 15 ára fimm talsins árið 2010, en um 170 hjá aldurshópnum 15-19 ára. Því er ljóst að fóstureyðingar eru sjaldgæfar hjá stúlkum á grunnskólaaldri. Þessar stúlkur dreifast á marga árganga yfir allt landið og alla skóla landsins, auk þeirra sem ekki eru í skóla. Hvar eiga þessir hjúkrunarfræðingar að vera staðsettir? Eiga þeir að vera í öllum skólum? Á að endurmennta hvern einasta hjúkrunarfræðing sem kemur nálægt unglingi til að laga þessa meintu óábyrgu hegðun? Til þess þarf að mennta marga tugi hjúkrunarfræðinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu, og annað eins á landsbyggðinni. Hvað skyldi það kosta? Eitt sem gleymst hefur í umræðunni, ágæti ráðherra, eru kynsjúkdómar. Tíðni þeirra er að aukast aftur, en góður árangur hafði náðst í þeim málum fyrir nokkrum árum. Rúmlega 2.000 manns greinast með klamydíu ár hvert, lekandi er farinn að greinast aftur, gríðarleg aukning hefur orðið í kynfæravörtusmitum, sérstaklega hjá ungu fólki. Allt þetta má koma í veg fyrir með því að nota smokkinn. Hins vegar hafa tölur sýnt að notkun hans minnkar með aukinni notkun annarra getnaðarvarna, þá sérstaklega hormónagetnaðarvarna. Í ljósi þessa hlýtur það að teljast varhugavert að umræddu frumvarpi sé ætlað að auka notkun pillunar frekar en smokksins. Bæði veita jafngóða getnaðarvörn, en smokkurinn verndar að auki fyrir kynsjúkdómum, sem eru stórt heilsufarslegt vandamál fyrir ungt fólk. Við teljum að ef raunverulegur vilji er til að bæta þau vandamál sem bent er á í umræddri, 5 ára gamalli skýrslu, þurfi aðra nálgun en fram kemur í frumvarpinu. Bæta þarf forvarnir um kynheilbrigði, lækka verð eða gera getnaðarvarnir ókeypis líkt og gert hefur verið t.d. í Noregi og stefnt er á að auka enn frekar, opna unglingamóttökur eða taka upp skólatengda læknisþjónustu og opna umræðu um kynlíf og forvarnir. Sumt af þessu var einmitt minnst á í skýrslunni, en ekki litið til við gerð frumvarpsins. Við læknar erum meira en til í að vinna með hverjum þeim sem er reiðubúinn að vinna af alvöru að þessu sameiginlega markmiði okkar; að tryggja að allir geti skipulagt sínar barneignir, fækka óæskilegum unglingaþungunum og fóstureyðingum, en auk þess að útrýma kynsjúkdómum. Það gleður okkur einnig að sjá að minnst er á mörg af þessum efnum í þingsályktunartillögu frá velferðarnefnd um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks. Ágæti ráðherra! Forðumst órökstuddar skyndilausnir til að leysa langtímavandamál. Reynum heldur að nýta þann árangur sem náðst hefur og byggja ofan á það sem þegar hefur verið vel gert. Höldum okkur við fagleg rök í umræðu um fagleg mál, án þess munum við aldrei ná raunverulegum árangri í starfi okkar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun