Innlent

Sérsveitin aðstoðaði við húsleit

Selfoss. Myndin er úr safni.
Selfoss. Myndin er úr safni.
Húsleit var framkvæmd í íbúðarhúsi á Selfossi síðastliðinn föstudag hjá einstaklingum sem grunaðir voru um að hafa í fórum sínum fíkniefni.

Vegna stærðar hússins, og þess að hugsanlega væru margir innandyra, var leitað eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra, sem tók þátt í aðgerðinni. Fjórir voru handteknir, þrír karlar og ein kona. Öll voru færð í lögreglustöð og yfirheyrð.

Í húsinu fundust neysluskammtur af kannabisefnum. Einnig fundust 26 lítrar af gambra. Konan gekkst við að eiga gambrann og einn karlinn játaði að eiga kannabisefnið. Fólkið var látið laust að lokinni yfirheyrslum.

Þá var önnur húsleit framkvæmd um helgina á Selfossi vegna gruns um fíkniefnabrot. Þegar lögreglumenn komu inn í húsið fundu þeir strax kannabislykt leggja frá einu herbergi hússins þar sem þeir fundu svo fíkniefnin. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×