Erlent

Sprenging í stálveri kostar 11 manns lífið

Mjög öflug sprenging í indversku stálveri hefur kostað a.m.k. 11 manns lífið og 16 aðrir starfsmenn versins liggja á gjörgæsludeild. Sumir þeirra slösuðu eru svo illa farnir að búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka.

Í frétt um málið á BBC segir að stálver þetta sé í eigu hins opinbera en það er staðsett í héraðinu Andhra Pradesh. Sprengingin varð í súrefnistanki í verinu þegar verið var að setja upp nýjan tækjabúnað við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×