Erlent

Skógareldarnir í Colorado ná að úthverfum Fort Collins

Hundruð slökkviliðsmanna víða að úr Bandaríkjunum streyma nú til Colorado til að aðstoða slökkviliðsmenn þar í baráttu þeirra við eina verstu skógarelda í manna minnum í ríkinu.

Í frétt á CNN segir að þegar hafi nær 20.000 hektarar af skóglendi orðið eldinum að bráð. Um 1.000 slökkviliðsmenn berjast við eldanna en þeir hafa nú náð að úthverfum bæjarins Forth Collins.

Mikill reykur frá þessum eldum hefur náð til Denver höfuðborgar Colorado sem liggur um 100 kílómetra suður af því svæði sem skógareldarnir herja á.

Mikill fjöldi manns hefur þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins er vitað um eitt dauðsfall vegna eldanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×