Erlent

Heimurinn sameinast um að draga úr barnadauða

BBI skrifar
Mynd/UNICEF
Fulltrúar 80 ríkja koma saman í Washington í dag til að finna leiðir til að draga úr barnadauða.

Tíðni barnadauða í heiminum hefur lækkað um yfir 50% á 40 árum en ennþá deyja börn af orsökum sem vel mætti koma í veg fyrir.

Markmið fundarins í dag er að fá alþjóðasamfélagið til að taka þátt í áætlun um að minnka barnadauða enn frekar og færa heiminn nær því endanlega markmiði að koma í veg fyrir að börn deyi af orsökum sem vel mætti koma í veg fyrir.

„Við höfum tækniþekkinguna og tækin til að bjarga milljónum barna á hverju ári," segir framkvæmdastjóri UNICEF.

Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna, UNICEF, leiðir fundinn í samstarfi við ríkisstjórnir Eþíópíu, Indlands og Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×