Sögulegur árangur frönsku Þjóðfylkingarinnar Torfi H. Tulinius skrifar 4. maí 2012 06:00 Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, hægrikonan Marine Le Pen, fékk 18% atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna sl. sunnudag. Hún nær tvöfaldaði fylgi föður síns, Jean-Marie Le Pen, frá því fyrir fimm árum. Raunar gerði hún betur því hún fékk fleiri atkvæði en hann í kosningunum þar á undan, þegar föður hennar tókst að skjótast fram fyrir sósíalistann Jospin og keppa við Chirac um forsetastólinn í seinni umferð forsetakosninganna 2002. Marine Le Pen er langt frá því að hafa náð fylgi þeirra tveggja frambjóðenda sem efstir voru sl. sunnudag, sitjandi forseta Sarkozy með 27% atkvæða og sósíal-istans Hollande með 28,5. Hún er eigi að síður komin í stöðu þriðja mannsins sem getur gert út um kjör annars hvors frambjóðandans sem mætast í seinni umferð 6. maí nk. Hún sigraði að því leyti vinstri manninn Jean-Luc Mélenchon sem vonaðist til að komast í álíka stöðu. Þessi árangur veikir Sarkozy, sem er með 4% minna fylgi nú en eftir fyrri umferð síðustu kosninga. Kannanir sem gerðar voru að kvöldi 22. apríl, eftir að niðurstöður fyrri umferðar voru kunnar, benda til þess að Hollande fari með sigur af hólmi, og einnig að heldur er að draga saman með þeim Sarkozy. Þó sigurvegari fyrri umferðar hafi undantekningalítið náð kjöri í þeirri seinni getur margt gerst á milli þeirra. Úrslitin eru því síður en svo ráðin. Sögulegur árangur Marine Le Pen sendir þrenns konar skilaboð til annarra stjórnmálamanna. Í fyrsta lagi er hinn svokallaði „innflytjendavandi“ orðinn að einhverju sem tala má opinskátt um í frönskum stjórnmálum. Lengi var litið á Þjóðfylkinguna sem öfgaflokk til hægri, enda þótti andúð á útlendingum stríða gegn grunngildum Frakka. Gamli Le Pen hafði á sér öfga-stimpil, m.a. fyrir fræg ummæli sín um að útrýming Gyðinga í seinni heimsstyrjöld væri „smáatriði“ í sögulegu tilliti. Dóttir hans hefur mildari ásjónu og henni virðist hafa tekist að gera flokk föður síns að ásættanlegum valkosti fyrir þá sem óttast fjölmenningu, í líkingu við danska Þjóðarflokkinn og önnur ámóta samtök víðs vegar í Evrópu. Í öðru lagi segir fylgi Le Pen að almenningur í Frakklandi sé ósáttur við kreppuna sem í vændum er. Hann kveinkar sér undan þeim einkennum hennar sem nú þegar eru farin að bíta, þ.e. samdrætti í kaupmætti og auknu atvinnuleysi, og óttast afleiðingar versnandi kreppu og nauðsynlegra aðhaldsaðgerða. Þeir erfiðleikar sem nú steðja að Grikkjum og Spánverjum eru Frökkum ofarlega í huga og þeir vita að það þarf að taka rækilega til í ríkisfjármálum eigi ekki að fara eins fyrir þeim. Loks gefur samanlagt fylgi Sarkozy og Le Pen, sem er um 45%, vísbendingu um að meirihluti franskra kjósenda sé fremur til hægri. Bayrou, sem er hægra megin við miðju, fékk ríflega 9%. Kjósendur hans eru taldir hafa áhyggjur af efnahagsástandinu og raunsæja sýn á nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Þeir eru mjög ólíklegir til að styðja hreinræktaða vinstri stefnu og hafa gjarnan kosið Gaullista í seinni umferð á síðustu áratugum. Ef nánast allir kjósendur Le Pen fara yfir á Sarkozy – en það er óvíst – þarf hann ekki að gera mikið til að sá efasemdum á miðjunni um hæfni Hollande. Þannig er hugsanlegt að sitjandi forseti nái hylli miðjumanna sem annars eru taldir hafa andúð á honum. Kosningabaráttan fram til 6. maí mun því snúast um það hvor líklegastur sé til að geta leitt þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Tekist verður á bæði um persónur og stefnu. Þjóðin þekkir Sarkozy. Hann er duglegur, hefur látið að sér kveða á alþjóðavettvangi, en hefur ekki tekist að treysta efnahag landsins á fimm ára valdatíð. Enn fremur þykir hann vera hallur undir þá ríku og skorta raunverulega framtíðarsýn sem gerir Frakklandi kleift að ná sér út úr kreppunni og tryggja áframhaldandi velmegun í landinu. Hollande er ekki eins þekktur og hefur litla reynslu af landstjórn. Hann hefur ræktað með sér alþýðlegt en jafnframt landsföðurlegt yfirbragð og vill minna á Mitterrand sem sigraði einmitt sitjandi forseta hægri manna 1981. Hollande hefur sagt að hann ætlist til af þeim sem mest eiga að þeir leggi fram drýgstan skerf til þeirrar nauðsynlegu endurreisnar sem fram undan er. Hyggst hann meðal annars breyta skattkerfinu í því skyni. Nokkrir af fremstu hagfræðingum Frakka lýstu því nýlega yfir að stefna hans í efnahagsmálum væri að flestu leyti betur hugsuð en stefna keppinautar hans. Hvor heldur sem vinnur kosningarnar 6. maí, þá á sá hinn sami eftir að tryggja sér þingmeirihluta fyrir stefnu sinni í þingkosningunum 11. og 17. júní. Óvissa mun því ríkja enn um skeið um stjórnarstefnuna í Frakklandi, a.m.k. þangað til og e.t.v. mun lengur, verði sá meirihluti sem þá kemur upp úr kjörkössunum óskýr eða tæpur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, hægrikonan Marine Le Pen, fékk 18% atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna sl. sunnudag. Hún nær tvöfaldaði fylgi föður síns, Jean-Marie Le Pen, frá því fyrir fimm árum. Raunar gerði hún betur því hún fékk fleiri atkvæði en hann í kosningunum þar á undan, þegar föður hennar tókst að skjótast fram fyrir sósíalistann Jospin og keppa við Chirac um forsetastólinn í seinni umferð forsetakosninganna 2002. Marine Le Pen er langt frá því að hafa náð fylgi þeirra tveggja frambjóðenda sem efstir voru sl. sunnudag, sitjandi forseta Sarkozy með 27% atkvæða og sósíal-istans Hollande með 28,5. Hún er eigi að síður komin í stöðu þriðja mannsins sem getur gert út um kjör annars hvors frambjóðandans sem mætast í seinni umferð 6. maí nk. Hún sigraði að því leyti vinstri manninn Jean-Luc Mélenchon sem vonaðist til að komast í álíka stöðu. Þessi árangur veikir Sarkozy, sem er með 4% minna fylgi nú en eftir fyrri umferð síðustu kosninga. Kannanir sem gerðar voru að kvöldi 22. apríl, eftir að niðurstöður fyrri umferðar voru kunnar, benda til þess að Hollande fari með sigur af hólmi, og einnig að heldur er að draga saman með þeim Sarkozy. Þó sigurvegari fyrri umferðar hafi undantekningalítið náð kjöri í þeirri seinni getur margt gerst á milli þeirra. Úrslitin eru því síður en svo ráðin. Sögulegur árangur Marine Le Pen sendir þrenns konar skilaboð til annarra stjórnmálamanna. Í fyrsta lagi er hinn svokallaði „innflytjendavandi“ orðinn að einhverju sem tala má opinskátt um í frönskum stjórnmálum. Lengi var litið á Þjóðfylkinguna sem öfgaflokk til hægri, enda þótti andúð á útlendingum stríða gegn grunngildum Frakka. Gamli Le Pen hafði á sér öfga-stimpil, m.a. fyrir fræg ummæli sín um að útrýming Gyðinga í seinni heimsstyrjöld væri „smáatriði“ í sögulegu tilliti. Dóttir hans hefur mildari ásjónu og henni virðist hafa tekist að gera flokk föður síns að ásættanlegum valkosti fyrir þá sem óttast fjölmenningu, í líkingu við danska Þjóðarflokkinn og önnur ámóta samtök víðs vegar í Evrópu. Í öðru lagi segir fylgi Le Pen að almenningur í Frakklandi sé ósáttur við kreppuna sem í vændum er. Hann kveinkar sér undan þeim einkennum hennar sem nú þegar eru farin að bíta, þ.e. samdrætti í kaupmætti og auknu atvinnuleysi, og óttast afleiðingar versnandi kreppu og nauðsynlegra aðhaldsaðgerða. Þeir erfiðleikar sem nú steðja að Grikkjum og Spánverjum eru Frökkum ofarlega í huga og þeir vita að það þarf að taka rækilega til í ríkisfjármálum eigi ekki að fara eins fyrir þeim. Loks gefur samanlagt fylgi Sarkozy og Le Pen, sem er um 45%, vísbendingu um að meirihluti franskra kjósenda sé fremur til hægri. Bayrou, sem er hægra megin við miðju, fékk ríflega 9%. Kjósendur hans eru taldir hafa áhyggjur af efnahagsástandinu og raunsæja sýn á nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Þeir eru mjög ólíklegir til að styðja hreinræktaða vinstri stefnu og hafa gjarnan kosið Gaullista í seinni umferð á síðustu áratugum. Ef nánast allir kjósendur Le Pen fara yfir á Sarkozy – en það er óvíst – þarf hann ekki að gera mikið til að sá efasemdum á miðjunni um hæfni Hollande. Þannig er hugsanlegt að sitjandi forseti nái hylli miðjumanna sem annars eru taldir hafa andúð á honum. Kosningabaráttan fram til 6. maí mun því snúast um það hvor líklegastur sé til að geta leitt þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Tekist verður á bæði um persónur og stefnu. Þjóðin þekkir Sarkozy. Hann er duglegur, hefur látið að sér kveða á alþjóðavettvangi, en hefur ekki tekist að treysta efnahag landsins á fimm ára valdatíð. Enn fremur þykir hann vera hallur undir þá ríku og skorta raunverulega framtíðarsýn sem gerir Frakklandi kleift að ná sér út úr kreppunni og tryggja áframhaldandi velmegun í landinu. Hollande er ekki eins þekktur og hefur litla reynslu af landstjórn. Hann hefur ræktað með sér alþýðlegt en jafnframt landsföðurlegt yfirbragð og vill minna á Mitterrand sem sigraði einmitt sitjandi forseta hægri manna 1981. Hollande hefur sagt að hann ætlist til af þeim sem mest eiga að þeir leggi fram drýgstan skerf til þeirrar nauðsynlegu endurreisnar sem fram undan er. Hyggst hann meðal annars breyta skattkerfinu í því skyni. Nokkrir af fremstu hagfræðingum Frakka lýstu því nýlega yfir að stefna hans í efnahagsmálum væri að flestu leyti betur hugsuð en stefna keppinautar hans. Hvor heldur sem vinnur kosningarnar 6. maí, þá á sá hinn sami eftir að tryggja sér þingmeirihluta fyrir stefnu sinni í þingkosningunum 11. og 17. júní. Óvissa mun því ríkja enn um skeið um stjórnarstefnuna í Frakklandi, a.m.k. þangað til og e.t.v. mun lengur, verði sá meirihluti sem þá kemur upp úr kjörkössunum óskýr eða tæpur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar