Trompa sérhagsmunir tjáningarfrelsi? Smári McCarthy skrifar 14. janúar 2012 06:00 Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress. Á hverjum degi eru um 9.232 klukkutímar af myndböndum settir inn á YouTube, sem er ígildi þess að hafa 385 sjónvarpsstöðvar sem keyra allan sólarhringinn. 88% af efninu er nýtt, og er meðalmyndband um 3 mínútur. Þetta gefur hugmynd um stærðirnar sem er verið að tala um. Þegar samtök eins og STEF leggja til að þeim verði gefin heimild til að óska eftir ritskoðun á vefsíðum sem brjóta í bága við höfundarrétt eru þau að fara fram á það að stærstu vefsíður heims ráði til sín þúsundir manna til að ritskoða allt það efni sem sett hefur verið á netið og tryggja að í þeim felist engin höfundarlagabrot. Í tilfelli YouTube væru það um 1.154 manns, miðað við 8 tíma vaktir, og þyrfti þetta fólk að skilja öll heimsins tungumál, taka engar pásur, og hafa fullkomna vitneskju um hvað er höfundarréttarvarið og hvað ekki. Mistök gætu þýtt að YouTube yrði ritskoðað burt af netinu. Ef ekki á Íslandi, þá einhvers staðar annars staðar. Auk þess er þetta bara til að sjá um nýtt efni, en YouTube er búið að vera í gangi síðan 2005. Við gætum líka skoðað Wikipedia. Frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið skrifuð alfarið af sjálfboðaliðum yfir 11 ára skeið. Nú eru Wikipedia útgáfur á 270 tungumálum, og í þeim eru rúmlega 19 milljónir greina með samtals um 8 milljarða orða. Enska útgáfan ein og sér hefur um fjórar milljónir greina, og er því fimmtíu sinnum stærri en næststærsta alfræðiritið á ensku. En þar sem ótal aðilar komu að verkinu og fólk hefur misjafna tilfinningu fyrir eða skilning á höfundarlögum, hvað þá þeirri staðreynd að höfundarlög eru misjöfn frá einu landi til annars – í Evrópusambandinu einu og sér býður höfundarréttartilskipunin upp á fjórar þúsundir milljarða útfærsluaðferða, sökum svokallaðra valkvæmra undantekninga – er ekki nokkur möguleiki á að efni Wikipedia stangist hvergi á við höfundarlög. Ef hugmyndir STEF næðu fram að ganga þyrfti að ráða her af sérfræðingum til að fara yfir allar greinarnar á öllum málunum og tryggja að enginn gleymdi að geta heimilda eða notaði óvart höfundarvarið efni í leyfisleysi. Einhverjir myndu segja þetta ofgert eða öfgakennt, en aðeins með svo róttækum aðgerðum gætu vefsetur verið örugg undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er að dreifast um allan heim. Sjálfhverfa höfundarréttarsamtaka hefur náð nýjum hæðum að undanförnu, og nú eru þessir handhafar einokunarréttar á menningu okkar að heimta að tjáningarfrelsi allra verði fórnað í þágu þeirra sérhagsmuna. Slíkt ættum við ekki að taka í mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress. Á hverjum degi eru um 9.232 klukkutímar af myndböndum settir inn á YouTube, sem er ígildi þess að hafa 385 sjónvarpsstöðvar sem keyra allan sólarhringinn. 88% af efninu er nýtt, og er meðalmyndband um 3 mínútur. Þetta gefur hugmynd um stærðirnar sem er verið að tala um. Þegar samtök eins og STEF leggja til að þeim verði gefin heimild til að óska eftir ritskoðun á vefsíðum sem brjóta í bága við höfundarrétt eru þau að fara fram á það að stærstu vefsíður heims ráði til sín þúsundir manna til að ritskoða allt það efni sem sett hefur verið á netið og tryggja að í þeim felist engin höfundarlagabrot. Í tilfelli YouTube væru það um 1.154 manns, miðað við 8 tíma vaktir, og þyrfti þetta fólk að skilja öll heimsins tungumál, taka engar pásur, og hafa fullkomna vitneskju um hvað er höfundarréttarvarið og hvað ekki. Mistök gætu þýtt að YouTube yrði ritskoðað burt af netinu. Ef ekki á Íslandi, þá einhvers staðar annars staðar. Auk þess er þetta bara til að sjá um nýtt efni, en YouTube er búið að vera í gangi síðan 2005. Við gætum líka skoðað Wikipedia. Frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið skrifuð alfarið af sjálfboðaliðum yfir 11 ára skeið. Nú eru Wikipedia útgáfur á 270 tungumálum, og í þeim eru rúmlega 19 milljónir greina með samtals um 8 milljarða orða. Enska útgáfan ein og sér hefur um fjórar milljónir greina, og er því fimmtíu sinnum stærri en næststærsta alfræðiritið á ensku. En þar sem ótal aðilar komu að verkinu og fólk hefur misjafna tilfinningu fyrir eða skilning á höfundarlögum, hvað þá þeirri staðreynd að höfundarlög eru misjöfn frá einu landi til annars – í Evrópusambandinu einu og sér býður höfundarréttartilskipunin upp á fjórar þúsundir milljarða útfærsluaðferða, sökum svokallaðra valkvæmra undantekninga – er ekki nokkur möguleiki á að efni Wikipedia stangist hvergi á við höfundarlög. Ef hugmyndir STEF næðu fram að ganga þyrfti að ráða her af sérfræðingum til að fara yfir allar greinarnar á öllum málunum og tryggja að enginn gleymdi að geta heimilda eða notaði óvart höfundarvarið efni í leyfisleysi. Einhverjir myndu segja þetta ofgert eða öfgakennt, en aðeins með svo róttækum aðgerðum gætu vefsetur verið örugg undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er að dreifast um allan heim. Sjálfhverfa höfundarréttarsamtaka hefur náð nýjum hæðum að undanförnu, og nú eru þessir handhafar einokunarréttar á menningu okkar að heimta að tjáningarfrelsi allra verði fórnað í þágu þeirra sérhagsmuna. Slíkt ættum við ekki að taka í mál.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun