Karlmaður á þrítugsaldri játaði í dag að hafa flutt inn 970 alsælutöflur og 13 grömm af alsæludufti sem talið er að hann hafi ætlað að selja hér á landi. Ákæra gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Maðurinn flutti fíkniefnin til Íslands í lok júlí síðastliðins sem farþegi með flugi HCC-904 frá Kaupmannahöfn, falin í botni tösku sem hann hafði meðferðis, en hann var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar.
Þremur dögum eftir að maðurinn var handtekinn fannst í klefa hans í fangelsinu Litla-Hrauni lítillræði af kannabisefnum.
Játaði innflutning á 1000 alsælutöflum
Jón Hákon Halldórsson skrifar
