Erlent

Fundu sprengiefni við kjarnorkuver í Svíþjóð

Sænska lögreglan hefur gripið til víðtækra öryggisráðstafana við kjarnorkuver landsins. Þetta kemur í framhaldi af því að nokkurt magn af sprengjuefni fannst í flutningabíl sem staddur var inni á starfssvæði Ringhals kjarnorkuversins.

Lögreglan telur að þetta sprengiefni hafi átt að nota til að vinna skemmdarverk á verinu. Það var sprengjuleitarhundur sem fann sprengiefnið.

Bílstjóri flutningabílsins var yfirheyrður en hann hafði greinilega ekki hugmynd um hinn hættulega farm sem var í bílnum. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×