Erlent

Hafa áhyggjur af mögulegum heimsfaraldri H5N1

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Í sinni núverandi er H5N1 ekki bráðsmitandi. Aðeins með snertingu við smitaða fugla getur veiran sýkt mannfólk.
Í sinni núverandi er H5N1 ekki bráðsmitandi. Aðeins með snertingu við smitaða fugla getur veiran sýkt mannfólk. mynd/AFP
Vísindamenn hafa varað við því að hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensunnar gæti stökkbreyst og í kjölfarið orðið mun skæðari mönnum en áður.

Skýrsla vísindamannanna var birt í vísindatímaritinu Science í dag. Þar kemur fram að veiran þurfi aðeins að ganga í gegnum fimm erfðabreytingar áður en hún gæti valdið alvarlegri farsótt meðal manna.

Á síðustu árum hafa vísindamenn rannsakað H5N1 afbrigðið í þeirri von um að hægt verði að þróa viðeigandi bóluefni þegar fuglaflensan lætur á sér kræla á ný.

En það eru einmitt þessar rannsóknir sem hafa vakið hörð viðbrögð. Nokkrar alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir hafa bent á að hryðjuverkamenn gætu auðveldlega notað rannsóknargögn vísindamannanna til að þróa efnavopn.

Ron Fouchier, prófessor við Erasmus vísindastofnunina í Hollandi og stjórnandi rannsóknanna, þvertekur þó fyrir að tilraunirnar séu óábyrgar. Hann bendir á að þær gefi vísindamönnum færi á að berjast gegn útbreiðslu veirunnar.

Í sinni núverandi er H5N1 ekki bráðsmitandi. Aðeins með snertingu við smitaða fugla getur veiran sýkt mannfólk.

Hægt er lesa nánar um málið á vef breska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×