Schumacher kostar Mercedes 95 milljónir á mánuði Birgir Þór Harðarson skrifar 17. febrúar 2012 22:45 Michael Schumacher kostar sitt. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes. Síðan Schumacher snéri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé hefur hann ekið fyrir Mercedes en ekki enn unnið kappakstur. Schumacher er nú á síðasta ári samnings síns hjá Mercedes. Fróðir menn telja að Schumi endurnýi samning sinn í lok árs ef liðið skaffar honum samkeppnishæfan bíl. "Hann er ennþá tákngervingur mótorsports í heiminum," sagði Dieter Zetsche, framkvæmdastjóri Daimler. Hann bætti við að samstarfið með Schumacher sé "áhugverður möguleiki" og að heimsmeistarinn fyrrverandi kosti AMG Mercedes liðið "aðeins" sjö milljónir evra á ári. Á gengi dagsins í dag eru það 1,14 milljarðar króna. Talið er að Fernando Alonso sé dýrasti ökumaðurinn í Formúlunni en að hinn 43 ára gamli Schumacher fylgi þar fast á eftir. Með endurkomunni hefur Schumacher tekið á sig töluverða launalækkun því árið 2004, þegar hann ók fyrir Ferrari hafði hann rúma 9 milljarða króna í tekjur á ári. Auk þess að fá greidd laun fær hann sjálfur auglýsingatekjur samkvæmt sérstökum ákvæðum í samningi hans. Þá gaf Schumi mest allra íþróttamanna í heiminum, og meira en sum þjóðríki, til hjálparstarfa eftir jarðskjálftann á botni Indlandshafs árið 2004. Formúla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes. Síðan Schumacher snéri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé hefur hann ekið fyrir Mercedes en ekki enn unnið kappakstur. Schumacher er nú á síðasta ári samnings síns hjá Mercedes. Fróðir menn telja að Schumi endurnýi samning sinn í lok árs ef liðið skaffar honum samkeppnishæfan bíl. "Hann er ennþá tákngervingur mótorsports í heiminum," sagði Dieter Zetsche, framkvæmdastjóri Daimler. Hann bætti við að samstarfið með Schumacher sé "áhugverður möguleiki" og að heimsmeistarinn fyrrverandi kosti AMG Mercedes liðið "aðeins" sjö milljónir evra á ári. Á gengi dagsins í dag eru það 1,14 milljarðar króna. Talið er að Fernando Alonso sé dýrasti ökumaðurinn í Formúlunni en að hinn 43 ára gamli Schumacher fylgi þar fast á eftir. Með endurkomunni hefur Schumacher tekið á sig töluverða launalækkun því árið 2004, þegar hann ók fyrir Ferrari hafði hann rúma 9 milljarða króna í tekjur á ári. Auk þess að fá greidd laun fær hann sjálfur auglýsingatekjur samkvæmt sérstökum ákvæðum í samningi hans. Þá gaf Schumi mest allra íþróttamanna í heiminum, og meira en sum þjóðríki, til hjálparstarfa eftir jarðskjálftann á botni Indlandshafs árið 2004.
Formúla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira