Vöktun loftgæða í Reykjavík Anna Rósa Böðvarsdóttir skrifar 14. desember 2012 06:00 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er frumkvöðull á Íslandi í vöktun loftgæða. Heilbrigðiseftirlitið vaktar loftgæði og sér m.a. um að vinna úr gögnum, greina upptök, senda út tilkynningar og að grípa til mótvægisaðgerða, s.s. rykbindingar á götum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og er óháð stjórnsýslustofnun.Saga vöktunar Reykjavíkurborg hóf að vakta loftgæði árið 1990. Fjórar mælistöðvar eru í Reykjavík sem mæla loftgæði, þrjár fastar og ein færanleg, en nokkrir aðilar koma að rekstri. Í mælistöðvunum fara m.a. fram mælingar á köfnunarefnisdíoxíði sem kemur frá útblæstri bíla, svifryki (PM10) sem verður m.a. til vegna nagladekkjanotkunar og brennisteinsvetnis frá háhitasvæðum í nágrenni borgarinnar. Með söfnun upplýsinga um loftgæði er hægt að meta hvort þurfi að bregðast við og til hvaða mótvægisaðgerða eigi að grípa. Niðurstöður mælinga nýtast einnig fyrir skipulagningu svæða og í faraldsfræðilegar rannsóknir. Stuðst er við heilsuverndarmörk sem koma fram í tilskipunum Evrópusambandsins um loftgæði sem teknar eru upp í íslenskri löggjöf. Engin samræmd evrópsk viðmið eru til fyrir styrk brennisteinsvetnis, en árið 2010 var gefin út reglugerð fyrir brennisteinsvetni í lofti.Uppruni mengunar Í Reykjavík er uppspretta mengunar fyrst og fremst vegna samgangna, en svifryksmengun verður einnig vegna sandstorma, t.d. frá Landeyjasandi og öskufjúks frá öskufallssvæðum og jafnvel getur mengun borist frá útlöndum. Þá getur brennisteinsvetni aukist í andrúmslofti í Reykjavík vegna virkjunar á háhitasvæðum í nágrenni borgarinnar. Rannsókn frá árinu 2002 á samsetningu svifryks (PM10) í Reykjavík að vetrarlagi sýndi að malbik var u.þ.b. 55% af heildarsamsetningu svifryks. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum staðið fyrir árangursríkri auglýsingaherferð gegn nagladekkjum, en þeim hefur fækkað frá árinu 2004 úr 67% í 36% í mars 2012. Nagladekk eru talin helsta ástæða slits á malbiki og þá um leið aukinna agna í lofti. Loftgæði í Reykjavík eru almennt góð og ekki síst ef horft er til annarra höfuðborga, t.d á Norðurlöndunum. Í nýrri Evróputilskipun um loftgæði, sem stendur til að innleiða hérlendis, er leyfilegt fyrir styrk svifryks (PM10) að fara 35 sinnum yfir sólarhrings-heilsuverndarmörkin. Fjöldi skipta sem styrkur svifryks (PM10) hefur farið yfir mörkin hefur verið innan þessara marka.Loftgæði og heilsa Borgarbúar hafa rétt á heilnæmu umhverfi. Það er sífellt að koma betur í ljós að mengað andrúmsloft getur haft margvísleg áhrif á heilsu almennings. Þar eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari fyrir loftmengun en aðrir, m.a. börn, einstaklingar með astma og einstaklingar með lungna- og/eða hjarta- og æðasjúkdóma. Nýverið birtust niðurstöður um áhrif loftmengunar á lyfjanotkun sem sýndu að tengsl eru með meiri notkun astmalyfja við hærri styrk svifryks (PM10) og brennisteinsvetnis. Einnig eru vísbendingar um aukna notkun á lyfjum við hjartaöng.Viðbragðsáætlun Viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur var samþykkt árið 2009. Í henni er m.a. fjallað um helstu uppsprettur mengunarefna og mögulegar skammtíma mótvægisaðgerðir. Þar koma einnig fram mótvægisaðgerðir sem eru nú til skoðunar í drögum að frumvarpi til Alþingis um umferðarlög, s.s. heimildir til að hægja tímabundið á umferð. Viðbragðsteymi sem Heilbrigðiseftirlitið stýrir er starfandi hjá Reykjavíkurborg. Teymið tekur ákvarðanir um hvenær eigi að senda út tilkynningar og hvenær fara eigi í mótvægisaðgerðir eins og rykbindingar. Viðbragðsteymið er skipað fagfólki hjá borginni auk fulltrúa Vegagerðar ríkisins.Tilkynningar til almennings og skóla Heilbrigðiseftirlitið sendir tilkynningar til fjölmiðla þegar loftmengun er líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk, þannig að einstaklingar sem eru viðkvæmir í öndunarfærum geti gert ráðstafanir. Til að gæta hagsmuna barna sérstaklega hófst samstarf á árinu 2006 milli Umhverfis- og skipulagssviðs og Skóla- og frístundasviðs. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar (www.reykjavik.is) getur almenningur fylgst með stöðugt uppfærðum upplýsingum um loftgæði í borginni. Athuga ber að þessi mæling sýnir að öllu jöfnu mestu mengun í borginni við mælistöðina á Grensásvegi. Mikill áhugi hefur verið meðal almennings að fylgjast með niðurstöðum mælinga.Framtíðarsýn Reykjavíkurborg vinnur um þessar mundir að því að gera aðgengi almennings að upplýsingum um loftgæði enn betra, auk þess sem fjölga á færanlegum mælistöðvum borgarinnar í tvær á næstunni. Færanlegar mælistöðvar nýtast vel til að skoða áhugaverða staði í borginni, s.s. nálægt umferðarþungum götum og stöðum þar sem börn dveljast, s.s. leikskólum. Stefna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að vera áfram í fararbroddi í vöktun loftgæða og veita góða þjónustu til borgarbúa auk þess að stuðla að bættum loftgæðum í borginni svo íbúar borgarinnar búi við bestu loftgæði á hverjum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er frumkvöðull á Íslandi í vöktun loftgæða. Heilbrigðiseftirlitið vaktar loftgæði og sér m.a. um að vinna úr gögnum, greina upptök, senda út tilkynningar og að grípa til mótvægisaðgerða, s.s. rykbindingar á götum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og er óháð stjórnsýslustofnun.Saga vöktunar Reykjavíkurborg hóf að vakta loftgæði árið 1990. Fjórar mælistöðvar eru í Reykjavík sem mæla loftgæði, þrjár fastar og ein færanleg, en nokkrir aðilar koma að rekstri. Í mælistöðvunum fara m.a. fram mælingar á köfnunarefnisdíoxíði sem kemur frá útblæstri bíla, svifryki (PM10) sem verður m.a. til vegna nagladekkjanotkunar og brennisteinsvetnis frá háhitasvæðum í nágrenni borgarinnar. Með söfnun upplýsinga um loftgæði er hægt að meta hvort þurfi að bregðast við og til hvaða mótvægisaðgerða eigi að grípa. Niðurstöður mælinga nýtast einnig fyrir skipulagningu svæða og í faraldsfræðilegar rannsóknir. Stuðst er við heilsuverndarmörk sem koma fram í tilskipunum Evrópusambandsins um loftgæði sem teknar eru upp í íslenskri löggjöf. Engin samræmd evrópsk viðmið eru til fyrir styrk brennisteinsvetnis, en árið 2010 var gefin út reglugerð fyrir brennisteinsvetni í lofti.Uppruni mengunar Í Reykjavík er uppspretta mengunar fyrst og fremst vegna samgangna, en svifryksmengun verður einnig vegna sandstorma, t.d. frá Landeyjasandi og öskufjúks frá öskufallssvæðum og jafnvel getur mengun borist frá útlöndum. Þá getur brennisteinsvetni aukist í andrúmslofti í Reykjavík vegna virkjunar á háhitasvæðum í nágrenni borgarinnar. Rannsókn frá árinu 2002 á samsetningu svifryks (PM10) í Reykjavík að vetrarlagi sýndi að malbik var u.þ.b. 55% af heildarsamsetningu svifryks. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum staðið fyrir árangursríkri auglýsingaherferð gegn nagladekkjum, en þeim hefur fækkað frá árinu 2004 úr 67% í 36% í mars 2012. Nagladekk eru talin helsta ástæða slits á malbiki og þá um leið aukinna agna í lofti. Loftgæði í Reykjavík eru almennt góð og ekki síst ef horft er til annarra höfuðborga, t.d á Norðurlöndunum. Í nýrri Evróputilskipun um loftgæði, sem stendur til að innleiða hérlendis, er leyfilegt fyrir styrk svifryks (PM10) að fara 35 sinnum yfir sólarhrings-heilsuverndarmörkin. Fjöldi skipta sem styrkur svifryks (PM10) hefur farið yfir mörkin hefur verið innan þessara marka.Loftgæði og heilsa Borgarbúar hafa rétt á heilnæmu umhverfi. Það er sífellt að koma betur í ljós að mengað andrúmsloft getur haft margvísleg áhrif á heilsu almennings. Þar eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari fyrir loftmengun en aðrir, m.a. börn, einstaklingar með astma og einstaklingar með lungna- og/eða hjarta- og æðasjúkdóma. Nýverið birtust niðurstöður um áhrif loftmengunar á lyfjanotkun sem sýndu að tengsl eru með meiri notkun astmalyfja við hærri styrk svifryks (PM10) og brennisteinsvetnis. Einnig eru vísbendingar um aukna notkun á lyfjum við hjartaöng.Viðbragðsáætlun Viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur var samþykkt árið 2009. Í henni er m.a. fjallað um helstu uppsprettur mengunarefna og mögulegar skammtíma mótvægisaðgerðir. Þar koma einnig fram mótvægisaðgerðir sem eru nú til skoðunar í drögum að frumvarpi til Alþingis um umferðarlög, s.s. heimildir til að hægja tímabundið á umferð. Viðbragðsteymi sem Heilbrigðiseftirlitið stýrir er starfandi hjá Reykjavíkurborg. Teymið tekur ákvarðanir um hvenær eigi að senda út tilkynningar og hvenær fara eigi í mótvægisaðgerðir eins og rykbindingar. Viðbragðsteymið er skipað fagfólki hjá borginni auk fulltrúa Vegagerðar ríkisins.Tilkynningar til almennings og skóla Heilbrigðiseftirlitið sendir tilkynningar til fjölmiðla þegar loftmengun er líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk, þannig að einstaklingar sem eru viðkvæmir í öndunarfærum geti gert ráðstafanir. Til að gæta hagsmuna barna sérstaklega hófst samstarf á árinu 2006 milli Umhverfis- og skipulagssviðs og Skóla- og frístundasviðs. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar (www.reykjavik.is) getur almenningur fylgst með stöðugt uppfærðum upplýsingum um loftgæði í borginni. Athuga ber að þessi mæling sýnir að öllu jöfnu mestu mengun í borginni við mælistöðina á Grensásvegi. Mikill áhugi hefur verið meðal almennings að fylgjast með niðurstöðum mælinga.Framtíðarsýn Reykjavíkurborg vinnur um þessar mundir að því að gera aðgengi almennings að upplýsingum um loftgæði enn betra, auk þess sem fjölga á færanlegum mælistöðvum borgarinnar í tvær á næstunni. Færanlegar mælistöðvar nýtast vel til að skoða áhugaverða staði í borginni, s.s. nálægt umferðarþungum götum og stöðum þar sem börn dveljast, s.s. leikskólum. Stefna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að vera áfram í fararbroddi í vöktun loftgæða og veita góða þjónustu til borgarbúa auk þess að stuðla að bættum loftgæðum í borginni svo íbúar borgarinnar búi við bestu loftgæði á hverjum tíma.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun