Mengandi stóriðja. Nei takk Ólafur Hallgrímsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Athyglisverður pistill birtist í Mbl. 14. nóvember sl. Þar er greint frá því að stjórn Faxaflóahafna, sem á land það er iðnaðarsvæðið á Grundartanga stendur á, hafi ákveðið að láta gera umhverfisúttekt á svæðinu. Sem kunnugt er, eru tvö stóriðjufyrirtæki staðsett á Grundartanga, Norðurál og Elkem Ísland, auk margra smærri atvinnufyrirtækja, sem þar hafa risið á síðustu árum. Tilgangur úttektarinnar er sagður vera sá að sannreyna þær umhverfismælingar sem þar hafa farið fram og „hvort þær gefa raunsanna mynd af því mengunarálagi sem nú er vegna starfsemi á Grundartanga og yrði með frekari uppbyggingu“. Skipaður hefur verið starfshópur sérfræðinga til að stýra verkefninu. Er starfshópnum m.a. ætlað að meta hver hugsanleg þolmörk svæðisins séu með tilliti til mengunarþátta og „hvort mengun sé í einhverjum tilvikum komin að þeim mörkum“. Ætlunin er að ljúka verkefninu í mars á næsta ári og kynna þá niðurstöður. Þetta er satt að segja talsverð tíðindi sem koma þó líklega ekki öllum á óvart. Fram kemur í fréttinni að sumir nágrannar Grundartanga í Hvalfjarðarsveit og í Kjós hafi lengi gagnrýnt starfsemina þar vegna mengunar og stækkunar atvinnusvæðisins. Í apríl á liðnu vori birtist grein í Bændablaðinu eftir Ragnheiði Þorgrímsdóttur, bónda að Kúludalsá, skammt vestan stóriðjusvæðisins, þar sem hún greinir frá ókennilegum veikindum í sínum hrossum frá árinu 2007 sem hún telur stafa af flúormengun í gróðri af völdum stóriðjunnar. Lýsir hún baráttu sinni við Matvælastofnun (Mast) og yfirdýralækni vegna þessa máls, sem lítið hafi gert með tilmæli hennar um rannsókn á líffærum úr hinum sjúku hrossum en látið nægja að mæla flúor í beinsýnum sem þó hafi sýnt þrefalt meira flúormagn en áætlað landsmeðaltal geri ráð fyrir. Eitthvað virðist sem umræðan um mengun frá stóriðjunni á Grundartanga sé farin að hafa áhrif, fyrst Faxaflóahafnir sjá nú ástæðu til að fara út í fyrrnefnda úttekt á svæðinu, sem er vissulega góðra gjalda vert. Verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif hún muni hafa á frekari starfsemi á Grundartanga. En víkjum nú sögunni austur á Reyðarfjörð. Þar tók sem kunnugt er til starfa risaálver Alcoa árið 2007, sem senda mun 520.000 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega. Nokkuð er síðan fréttir tóku að berast af því að tekið væri að gæta mengunar í nágrenni álversins, sem staðsett er nánast við bæjardyrnar á þéttbýlinu í Reyðarfirði, svo fólk væri jafnvel hikandi við að fara í berjamó á slíkum slóðum. Á liðnu hausti greindi svo RÚV tvívegis frá því að komið hefði í ljós veruleg flúormengun í gróðri í Reyðarfirði, sem búfénaði gæti stafað hætta af, og bændur í vafa um hvort gætu nýtt heyfang af túnum, sem þó reyndist ástæðulaus ótti er upp var staðið. Umhverfisstofnun var sögð vera að skoða málið og Alcoa gaf þá skýringu á flúornum að „viðvörunarkerfi“ hefði bilað og lofaði bót og betrun. Eitthvað virðist bera hér að sama brunni og á Grundartanga en sá er þó munur á að álverið á Reyðarfirði hefur aðeins starfað í skamman tíma, eða í 5 ár. Álfyrirtækin reyna eðlilega að gera sem minnst úr mengunaráhrifum, það er þeirra skylda. Norðurál lætur hafa eftir sér í Bændablaðinu að hvað snertir Grundartanga þá sé þar um einhvern misskilning að ræða, en aukningu flúors þar megi rekja til stækkunar álversins fyrir fimm árum, þegar losun flúors hafi aukist tímabundið. Ekki virðast þó allir heimamenn við Hvalfjörð reiðubúnir að samþykkja „misskilninginn“. T.d. hefur Bændablaðið í sömu grein eftir Sigurbirni Hjaltasyni, oddvita Kjósarhrepps, að árlegar mælingar á svæðinu sýni „stigvaxandi mengun og að sveitunum nálægt Grundartanga sé margvísleg hætta búin. Kjarni málsins er sá að mikil mengun berst frá álverum og annarri stóriðju. Stóriðjan mengar mest þótt bílar og önnur samgöngutæki eigi þar drjúgan hlut að máli. Við Íslendingar höfum sem þjóð skuldbundið okkur samkvæmt Kyoto-sáttmála til að draga úr losun koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu, sem nú er farin að valda breytingum á veðurfari með afleiðingum sem öllum ættu að vera ljósar sem um það vilja hugsa á annað borð. Með aukinni stóriðju erum við að vinna gegn þeirri stefnumótun. Svo einfalt er það. Álver eru ekki umhverfisvæn atvinnustarfsemi. Þau krefjast virkjana og mikilla fórna í óspilltri náttúru landsins, eins og virkjanaframkvæmdirnar á Austurlandi hafa leitt í ljós, þar sem meira að segja sjálfu Lagarfljótinu, einu mesta og fegursta vatnsfalli landsins, hefur verið umturnað. Þar við bætist að heildaráhrif stórframkvæmdanna á Austurlandi hafa orðið talsvert minni en gert var ráð fyrir. Álverið hefur ekki snúið við byggðaþróun á Austurlandi. Reynslan er ólygnust. Fólki heldur áfram að fækka á Austurlandi, enda vitað að ekki vilja allir vinna í álbræðslu. Af 400-500 beinum störfum, sem skapast hafa í álverinu, sem að hluta eru skipuð útlendingum og vissulega munar um, hafa tapast á þriðja hundrað störf á móti í fjórðungnum vegna samdráttar í sjávarútvegi og smærri atvinnustarfsemi sem að einhverju leyti má skrifa á ruðningsáhrif álversins. Viðurkennt er líka að hvert starf í álveri er tiltölulega dýrt miðað við hve fá störf þau skapa. Ekki blæs heldur byrlega fyrir áliðnaðinum nú um stundir. Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar er enn of lítil, sagði forstjóri Landsvirkjunar á liðnu ári, en vart mun hún fara batnandi þar sem heimsmarkaðsverð á áli fer nú lækkandi, m.a vegna innkomu Kínverja inn á markaðinn, og ekki eru horfur á að úr rætist á næstu árum. Hugmyndir um sæstreng til útlanda eru óraunhæfar. Við Íslendingar höfum nú þegar fest um 80% af allri raforkuframleiðslu okkar í stóriðju, sem er hættulega mikið fyrir fámenna þjóð og mál að linni. Öll skynsamleg rök hníga að því að ekki verði reist fleiri álver á Íslandi í náinni framtíð og að við snúum okkur heldur að margs konar annarri atvinnustarfsemi á sviði smærri iðnaðar og hátækni, auk vaxandi ferðaþjónustu sem skapað getur fleiri störf, auk hinna hefðbundnu atvinnugreina, landbúnaðar og sjávarútvegs, sem alltaf verða að sjálfsögðu kjölfestan. Áfram munum við eitthvað þurfa að virkja en við eigum að gera það í sátt við landið og fólkið í landinu. Rammaáætlunin, sem nú er til meðferðar í þinginu, er spor í rétta átt. Með þessu mæla bæði umhverfisleg og efnahagsleg rök en þó eru umhverfisrökin líklega þyngri á metunum því landið sjálft og umhverfið er okkar dýrmætasti höfuðstóll. Mistökin eru til þess að læra af þeim. Vonandi tekst okkur það sem þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Athyglisverður pistill birtist í Mbl. 14. nóvember sl. Þar er greint frá því að stjórn Faxaflóahafna, sem á land það er iðnaðarsvæðið á Grundartanga stendur á, hafi ákveðið að láta gera umhverfisúttekt á svæðinu. Sem kunnugt er, eru tvö stóriðjufyrirtæki staðsett á Grundartanga, Norðurál og Elkem Ísland, auk margra smærri atvinnufyrirtækja, sem þar hafa risið á síðustu árum. Tilgangur úttektarinnar er sagður vera sá að sannreyna þær umhverfismælingar sem þar hafa farið fram og „hvort þær gefa raunsanna mynd af því mengunarálagi sem nú er vegna starfsemi á Grundartanga og yrði með frekari uppbyggingu“. Skipaður hefur verið starfshópur sérfræðinga til að stýra verkefninu. Er starfshópnum m.a. ætlað að meta hver hugsanleg þolmörk svæðisins séu með tilliti til mengunarþátta og „hvort mengun sé í einhverjum tilvikum komin að þeim mörkum“. Ætlunin er að ljúka verkefninu í mars á næsta ári og kynna þá niðurstöður. Þetta er satt að segja talsverð tíðindi sem koma þó líklega ekki öllum á óvart. Fram kemur í fréttinni að sumir nágrannar Grundartanga í Hvalfjarðarsveit og í Kjós hafi lengi gagnrýnt starfsemina þar vegna mengunar og stækkunar atvinnusvæðisins. Í apríl á liðnu vori birtist grein í Bændablaðinu eftir Ragnheiði Þorgrímsdóttur, bónda að Kúludalsá, skammt vestan stóriðjusvæðisins, þar sem hún greinir frá ókennilegum veikindum í sínum hrossum frá árinu 2007 sem hún telur stafa af flúormengun í gróðri af völdum stóriðjunnar. Lýsir hún baráttu sinni við Matvælastofnun (Mast) og yfirdýralækni vegna þessa máls, sem lítið hafi gert með tilmæli hennar um rannsókn á líffærum úr hinum sjúku hrossum en látið nægja að mæla flúor í beinsýnum sem þó hafi sýnt þrefalt meira flúormagn en áætlað landsmeðaltal geri ráð fyrir. Eitthvað virðist sem umræðan um mengun frá stóriðjunni á Grundartanga sé farin að hafa áhrif, fyrst Faxaflóahafnir sjá nú ástæðu til að fara út í fyrrnefnda úttekt á svæðinu, sem er vissulega góðra gjalda vert. Verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif hún muni hafa á frekari starfsemi á Grundartanga. En víkjum nú sögunni austur á Reyðarfjörð. Þar tók sem kunnugt er til starfa risaálver Alcoa árið 2007, sem senda mun 520.000 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega. Nokkuð er síðan fréttir tóku að berast af því að tekið væri að gæta mengunar í nágrenni álversins, sem staðsett er nánast við bæjardyrnar á þéttbýlinu í Reyðarfirði, svo fólk væri jafnvel hikandi við að fara í berjamó á slíkum slóðum. Á liðnu hausti greindi svo RÚV tvívegis frá því að komið hefði í ljós veruleg flúormengun í gróðri í Reyðarfirði, sem búfénaði gæti stafað hætta af, og bændur í vafa um hvort gætu nýtt heyfang af túnum, sem þó reyndist ástæðulaus ótti er upp var staðið. Umhverfisstofnun var sögð vera að skoða málið og Alcoa gaf þá skýringu á flúornum að „viðvörunarkerfi“ hefði bilað og lofaði bót og betrun. Eitthvað virðist bera hér að sama brunni og á Grundartanga en sá er þó munur á að álverið á Reyðarfirði hefur aðeins starfað í skamman tíma, eða í 5 ár. Álfyrirtækin reyna eðlilega að gera sem minnst úr mengunaráhrifum, það er þeirra skylda. Norðurál lætur hafa eftir sér í Bændablaðinu að hvað snertir Grundartanga þá sé þar um einhvern misskilning að ræða, en aukningu flúors þar megi rekja til stækkunar álversins fyrir fimm árum, þegar losun flúors hafi aukist tímabundið. Ekki virðast þó allir heimamenn við Hvalfjörð reiðubúnir að samþykkja „misskilninginn“. T.d. hefur Bændablaðið í sömu grein eftir Sigurbirni Hjaltasyni, oddvita Kjósarhrepps, að árlegar mælingar á svæðinu sýni „stigvaxandi mengun og að sveitunum nálægt Grundartanga sé margvísleg hætta búin. Kjarni málsins er sá að mikil mengun berst frá álverum og annarri stóriðju. Stóriðjan mengar mest þótt bílar og önnur samgöngutæki eigi þar drjúgan hlut að máli. Við Íslendingar höfum sem þjóð skuldbundið okkur samkvæmt Kyoto-sáttmála til að draga úr losun koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu, sem nú er farin að valda breytingum á veðurfari með afleiðingum sem öllum ættu að vera ljósar sem um það vilja hugsa á annað borð. Með aukinni stóriðju erum við að vinna gegn þeirri stefnumótun. Svo einfalt er það. Álver eru ekki umhverfisvæn atvinnustarfsemi. Þau krefjast virkjana og mikilla fórna í óspilltri náttúru landsins, eins og virkjanaframkvæmdirnar á Austurlandi hafa leitt í ljós, þar sem meira að segja sjálfu Lagarfljótinu, einu mesta og fegursta vatnsfalli landsins, hefur verið umturnað. Þar við bætist að heildaráhrif stórframkvæmdanna á Austurlandi hafa orðið talsvert minni en gert var ráð fyrir. Álverið hefur ekki snúið við byggðaþróun á Austurlandi. Reynslan er ólygnust. Fólki heldur áfram að fækka á Austurlandi, enda vitað að ekki vilja allir vinna í álbræðslu. Af 400-500 beinum störfum, sem skapast hafa í álverinu, sem að hluta eru skipuð útlendingum og vissulega munar um, hafa tapast á þriðja hundrað störf á móti í fjórðungnum vegna samdráttar í sjávarútvegi og smærri atvinnustarfsemi sem að einhverju leyti má skrifa á ruðningsáhrif álversins. Viðurkennt er líka að hvert starf í álveri er tiltölulega dýrt miðað við hve fá störf þau skapa. Ekki blæs heldur byrlega fyrir áliðnaðinum nú um stundir. Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar er enn of lítil, sagði forstjóri Landsvirkjunar á liðnu ári, en vart mun hún fara batnandi þar sem heimsmarkaðsverð á áli fer nú lækkandi, m.a vegna innkomu Kínverja inn á markaðinn, og ekki eru horfur á að úr rætist á næstu árum. Hugmyndir um sæstreng til útlanda eru óraunhæfar. Við Íslendingar höfum nú þegar fest um 80% af allri raforkuframleiðslu okkar í stóriðju, sem er hættulega mikið fyrir fámenna þjóð og mál að linni. Öll skynsamleg rök hníga að því að ekki verði reist fleiri álver á Íslandi í náinni framtíð og að við snúum okkur heldur að margs konar annarri atvinnustarfsemi á sviði smærri iðnaðar og hátækni, auk vaxandi ferðaþjónustu sem skapað getur fleiri störf, auk hinna hefðbundnu atvinnugreina, landbúnaðar og sjávarútvegs, sem alltaf verða að sjálfsögðu kjölfestan. Áfram munum við eitthvað þurfa að virkja en við eigum að gera það í sátt við landið og fólkið í landinu. Rammaáætlunin, sem nú er til meðferðar í þinginu, er spor í rétta átt. Með þessu mæla bæði umhverfisleg og efnahagsleg rök en þó eru umhverfisrökin líklega þyngri á metunum því landið sjálft og umhverfið er okkar dýrmætasti höfuðstóll. Mistökin eru til þess að læra af þeim. Vonandi tekst okkur það sem þjóð.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun