Tökum höndum saman Stavros Lambrinidis skrifar 14. desember 2012 06:00 Þann 10. desember ár hvert höldum við upp á alþjóðlega mannréttindadaginn, en á þessum sama degi í ár vildi svo til að ESB veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku. Þessi tilviljun er viðeigandi. ESB er heiðrað fyrir störf í þágu lýðræðisumbóta, sáttaumleitana og mannréttinda og fyrir að stuðla að friði og stöðugleika um álfuna alla. Þetta er mikil viðurkenning á verkum okkar. Á sama tíma hvetur hún okkur öll – stofnanir ESB, aðildarríkin og hina 500 milljón íbúa – til að vinna saman og standa vörð um mannréttindi, ekki einungis innan landamæra okkar heldur um allan heim. Nú síðast í júlí samþykkti ESB verkáætlun um mannréttindi (e. Human Rights Strategy) og skipaði í fyrsta sinn í embætti sérlegan fulltrúa ESB á sviði mannréttindamála. Mannréttindi eru lykilstef í utanríkisþjónustu ESB, allt frá viðskiptum til umhverfismála og þróunarsamvinnu til öryggismála. Þetta er viðurkenning á þeirri staðreynd að virðing fyrir mannréttindum er mikilvægur hluti lausnarinnar í nær öllum tilvikum mannlegra þjáninga og átaka.Vinnum saman En við getum einungis unnið mannréttindum brautargengi á árangursríkan hátt ef við vinnum saman og deilum ábyrgðinni á því að koma þeim á framfæri og standa um þau vörð. Efling mannréttinda krefst þess að ESB myndi breiða samstöðu – með öðrum ríkisstjórnum, alþjóðastofnunum, einkageiranum og, umfram allt, með borgurunum. Í dag vinnur ESB náið með samstarfsaðilum um allan heim, til að mynda SÞ, ÖSE, Evrópuráðinu og Afríkusambandinu. Auk þess stefnum við að fullri samvinnu við hundruð frjálsra félagasamtaka um heim allan til að leita ráða og magna upp boðskapinn um mannréttindi. Þema mannréttindadagsins í ár – samheldni og rétturinn til þátttöku í opinberu lífi – gæti ekki verið tímabærara. Óskin eftir að greypa þessi grundvallarsjónarmið inn í samfélagið er hreyfiaflið á bak við það sem við verðum vitni að í arabaheiminum í dag. Nýleg skref í átt til lýðræðisumbóta í nokkrum ríkjum á svæðinu og víðar vekja upp vonir hjá fólki alls staðar. En það má ekki taka slíkum árangri sem gefnum hlut. Jafnvel í löndum þar sem lýðræðisumbætur hafa átt sér stað þarf meira en einar kosningar til að lýðræði nái að skjóta rótum. Þegar við fögnum réttinum til að taka þátt í opinberu lífi heiðrum við vinnu þeirra sem berjast fyrir mannréttindum og sem berjast fyrir tjáningarfrelsi, taka þátt í kosningum og bjóða sig fram til opinberra embætta. Við viljum einnig leggja áherslu á hið mikilvæga starf borgaralegra samtaka í þágu mannréttinda.Kór frelsis Þróttmikið borgaralegt samfélag og aukin samskipti milli frjálsra félagasamtaka og stjórnvalda, svæðisbundinna samtaka jafnt sem alþjóðlegra, eru lykillinn að því að verja mannréttindi, lýðræði og réttarríkið. Í síðustu viku leiddi hið 14. árlega málþing ESB og frjálsra félagasamtaka í Brussel saman yfir 200 virka málsvara mannréttinda, aðgerðasinna og stefnumótendur. Heima við eru þeir oft einmana raddir en saman mynda þeir kór frelsis. ESB mun styðja slíka málsvara frelsis um heim allan af fullum þunga. Ástæðan er sú að á of mörgum svæðum er útilokun fremur reglan en undantekningin. Í mörgum ríkjum er borgurum synjað um tækifæri til þátttöku í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á líf þeirra. Sumir eru jafnvel pyndaðir eða settir í fangelsi fyrir að tjá sjónarmið sín. Ein þeirra sem hlutu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins árið 2012 er Nasrin Sotoudeh, en hún þekkir þetta af eigin raun. Hún sýndi ótrúlegt hugrekki þegar hún stefndi lífi sínu í hættu við að mótmæla takmörkunum á réttindum fjölskyldu hennar. Þannig hefur hún sent skýr skilaboð til Íran og umheimsins sem blása verndurum mannréttinda um víða veröld byr í brjóst. Í Kína situr handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2010, Liu Xiabo, enn af sér ellefu ára fangelsisdóm vegna skrifa sinna, en það er skýrt brot á tjáningarrétti hans.Óhóflegar hömlur Á sama tíma eru óhóflegar hömlur lagðar á félagasamtök hvað varðar tjáningar- og félagafrelsi. Þessum aðferðum er oft beitt undir þeim fölsku forsendum að verið sé að vernda rétt annarra, til að mynda í baráttunni gegn hryðjuverkum. Starfsmenn frjálsra félagasamtaka og þeir sem verja mannréttindi mæta oft ofsóknum og beinum lögsóknum á degi hverjum og til að þagga niður í þeim eru þeir einfaldlega stimplaðir „föðurlandssvikarar“. Bann við aðgengi að fjármagni, sem er nauðsynlegt tilveru margra frjálsra félagasamtaka, færist í aukana og verður að hamla slíku. Mannréttindahreyfingin mun hafa náð raunverulegum árangri þegar sérhver einstaklingur finnur fyrir sameiginlegri ábyrgð og brýnni þörf fyrir að berjast fyrir réttindum annarra. Við ættum að líta til 10. desember í ár sem upphafs að einhverju nýju fyrir þessa stóru, alþjóðlegu áskorun. Þess vegna skulum við ekki benda á aðra, heldur taka saman höndum í sameiginlegu átaki til að tryggja að sérhver kona og sérhver maður hafi tækifæri til að hafa áhrif á og móta líf sitt og samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Þann 10. desember ár hvert höldum við upp á alþjóðlega mannréttindadaginn, en á þessum sama degi í ár vildi svo til að ESB veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku. Þessi tilviljun er viðeigandi. ESB er heiðrað fyrir störf í þágu lýðræðisumbóta, sáttaumleitana og mannréttinda og fyrir að stuðla að friði og stöðugleika um álfuna alla. Þetta er mikil viðurkenning á verkum okkar. Á sama tíma hvetur hún okkur öll – stofnanir ESB, aðildarríkin og hina 500 milljón íbúa – til að vinna saman og standa vörð um mannréttindi, ekki einungis innan landamæra okkar heldur um allan heim. Nú síðast í júlí samþykkti ESB verkáætlun um mannréttindi (e. Human Rights Strategy) og skipaði í fyrsta sinn í embætti sérlegan fulltrúa ESB á sviði mannréttindamála. Mannréttindi eru lykilstef í utanríkisþjónustu ESB, allt frá viðskiptum til umhverfismála og þróunarsamvinnu til öryggismála. Þetta er viðurkenning á þeirri staðreynd að virðing fyrir mannréttindum er mikilvægur hluti lausnarinnar í nær öllum tilvikum mannlegra þjáninga og átaka.Vinnum saman En við getum einungis unnið mannréttindum brautargengi á árangursríkan hátt ef við vinnum saman og deilum ábyrgðinni á því að koma þeim á framfæri og standa um þau vörð. Efling mannréttinda krefst þess að ESB myndi breiða samstöðu – með öðrum ríkisstjórnum, alþjóðastofnunum, einkageiranum og, umfram allt, með borgurunum. Í dag vinnur ESB náið með samstarfsaðilum um allan heim, til að mynda SÞ, ÖSE, Evrópuráðinu og Afríkusambandinu. Auk þess stefnum við að fullri samvinnu við hundruð frjálsra félagasamtaka um heim allan til að leita ráða og magna upp boðskapinn um mannréttindi. Þema mannréttindadagsins í ár – samheldni og rétturinn til þátttöku í opinberu lífi – gæti ekki verið tímabærara. Óskin eftir að greypa þessi grundvallarsjónarmið inn í samfélagið er hreyfiaflið á bak við það sem við verðum vitni að í arabaheiminum í dag. Nýleg skref í átt til lýðræðisumbóta í nokkrum ríkjum á svæðinu og víðar vekja upp vonir hjá fólki alls staðar. En það má ekki taka slíkum árangri sem gefnum hlut. Jafnvel í löndum þar sem lýðræðisumbætur hafa átt sér stað þarf meira en einar kosningar til að lýðræði nái að skjóta rótum. Þegar við fögnum réttinum til að taka þátt í opinberu lífi heiðrum við vinnu þeirra sem berjast fyrir mannréttindum og sem berjast fyrir tjáningarfrelsi, taka þátt í kosningum og bjóða sig fram til opinberra embætta. Við viljum einnig leggja áherslu á hið mikilvæga starf borgaralegra samtaka í þágu mannréttinda.Kór frelsis Þróttmikið borgaralegt samfélag og aukin samskipti milli frjálsra félagasamtaka og stjórnvalda, svæðisbundinna samtaka jafnt sem alþjóðlegra, eru lykillinn að því að verja mannréttindi, lýðræði og réttarríkið. Í síðustu viku leiddi hið 14. árlega málþing ESB og frjálsra félagasamtaka í Brussel saman yfir 200 virka málsvara mannréttinda, aðgerðasinna og stefnumótendur. Heima við eru þeir oft einmana raddir en saman mynda þeir kór frelsis. ESB mun styðja slíka málsvara frelsis um heim allan af fullum þunga. Ástæðan er sú að á of mörgum svæðum er útilokun fremur reglan en undantekningin. Í mörgum ríkjum er borgurum synjað um tækifæri til þátttöku í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á líf þeirra. Sumir eru jafnvel pyndaðir eða settir í fangelsi fyrir að tjá sjónarmið sín. Ein þeirra sem hlutu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins árið 2012 er Nasrin Sotoudeh, en hún þekkir þetta af eigin raun. Hún sýndi ótrúlegt hugrekki þegar hún stefndi lífi sínu í hættu við að mótmæla takmörkunum á réttindum fjölskyldu hennar. Þannig hefur hún sent skýr skilaboð til Íran og umheimsins sem blása verndurum mannréttinda um víða veröld byr í brjóst. Í Kína situr handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2010, Liu Xiabo, enn af sér ellefu ára fangelsisdóm vegna skrifa sinna, en það er skýrt brot á tjáningarrétti hans.Óhóflegar hömlur Á sama tíma eru óhóflegar hömlur lagðar á félagasamtök hvað varðar tjáningar- og félagafrelsi. Þessum aðferðum er oft beitt undir þeim fölsku forsendum að verið sé að vernda rétt annarra, til að mynda í baráttunni gegn hryðjuverkum. Starfsmenn frjálsra félagasamtaka og þeir sem verja mannréttindi mæta oft ofsóknum og beinum lögsóknum á degi hverjum og til að þagga niður í þeim eru þeir einfaldlega stimplaðir „föðurlandssvikarar“. Bann við aðgengi að fjármagni, sem er nauðsynlegt tilveru margra frjálsra félagasamtaka, færist í aukana og verður að hamla slíku. Mannréttindahreyfingin mun hafa náð raunverulegum árangri þegar sérhver einstaklingur finnur fyrir sameiginlegri ábyrgð og brýnni þörf fyrir að berjast fyrir réttindum annarra. Við ættum að líta til 10. desember í ár sem upphafs að einhverju nýju fyrir þessa stóru, alþjóðlegu áskorun. Þess vegna skulum við ekki benda á aðra, heldur taka saman höndum í sameiginlegu átaki til að tryggja að sérhver kona og sérhver maður hafi tækifæri til að hafa áhrif á og móta líf sitt og samfélag.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar