Erlent

Mansalshringur upprættur í Ástralíu og Taílandi

Lögregluyfirvöld í Ástralíu og Taílandi hafa upprætt mansalshring sem smyglaði fólki frá Arabalöndum í gegnum suðausturhluta Asíu og til Ástralíu.

Sex hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á þessu máli sem staðið hefur yfir undanfarið ár, hjón í Taílandi og fjórir einstaklingar í Astralíu. Jafnframt var lagt hald á búnað til að útbúa fölsuð vegabréf.

Yfirvöld í Malasíu og Indónesíu komu einnig að rannsókn málsins en þar hefur enginn verið handtekinn vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×