Erlent

Mannæta handtekin í Rússlandi

Enn ein mannætan hefur verið handtekin í Rússlandi. Um er að ræða 22 ára gamlan mann frá borginni Belinsky en hann hefur játað að hafa myrt sex manns og étið úr þeim bæði hjörtu og lifur.

Maðurinn hélt dagbók yfir glæpi sína og hefur hluta af henni verið lekið til rússneskra fjölmiðla. Þar kemur fram að maðurinn gerðist raðmorðingi og mannæta eftir að kærasta hans kallaði hann aumingja og yfirgaf hann.

Þetta er í fjórða sinn síðan árið 2007 að mannæta er handtekin í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×