Erlent

Alríkislögreglan semur um notkun á Unreal grafíkvélinni

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa notað Unreal grafíkvélina við þjálfun sjúkraliða.
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa notað Unreal grafíkvélina við þjálfun sjúkraliða. mynd/Epic
Tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games hefur samið við Alríkislögregluna og fleiri opinberar stofnanir í Bandaríkjunum um notkun á grafíkvél fyrirtækisins.

Vélin nefnist Unreal og hefur verið notuð í tölvuleikjum eins og Batman: Arkham City, Mass Effect 3 og Infinity Blade.

Í tilkynningu frá Alríkislögreglunni kemur fram að grafíkvélin verði notuð við þróun fjölspilarhugbúnaðar sem útsendarar stofnunarinnar munu nota við þjálfun sína.

Þá mun bandaríski herinn nota hugbúnaðinn til að þjálfa svæfingarlækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×