Launamunur kynjanna er mannréttindabrot Védís Guðjónsdóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Árið 1976 voru í fyrsta skipti sett lög um jafnan rétt kvenna og karla (nr. 78/1976). Í þeim lögum er megináhersla lögð á jöfnun launa á milli kynja. Lögin voru endurnýjuð með viðbótum 1985, og aftur 1991 og 2000 og nú gilda jafnréttislög nr. 10 sem sett voru 2008. Það eru sem sagt 36 ár síðan fyrstu jafnréttislögin voru sett og á þessum árum hafa þau verið endurnýjuð fjórum sinnum. Nú eru fimmtu lögin í gildi og af þessu má sjá áhuga löggjafarvaldsins til þess að útrýma þeim mun sem er á launagreiðslum til fólks, eftir því af hvaða kyni það er. Ríkið í broddi fylkingar?Í því samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig hið opinbera, með íslenska ríkið í broddi fylkingar, hefur staðið sig í því að útrýma launamun kynjanna. Þar sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert launakannanir meðal félagsmanna sinna undanfarin ár er auðvelt að skoða launamuninn milli kynja í mismunandi starfsstéttum hjá ríkinu, nokkur ár aftur í tímann (http://sfr.is/kannanir-sfr/launakonnun-sfr/). Ég hef valið að skoða grunnlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum þeirra. Byrjum á þjónustufulltrúum, en þeir (þær) voru í þeirri nánast einstöku stöðu árið 2007 að meðallaun kvenna í þeirri stétt voru 3,8% hærri en laun karlanna. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina því nú er launamunurinn orðinn 10,1%, konum í óhag. Hjá starfsfólki sem sinnir öryggis- og/eða húsvörslu og ræstingarfólki var launamunur kynjanna 11,2%, árið 2007. Samkvæmt síðustu könnun SFR fyrir árið 2011 var munurinn kominn upp í 24,7%, konum í óhag. Rannsóknarmenn voru í tiltölulega góðum málum 2007. Það ár var launamunur kynjanna aðeins 1,9%, konum reyndar í óhag en strax árið á eftir er staðan orðin allt önnur og árið 2011 var munurinn kominn í 19,9% mun, sem er gríðarlega mikil, óútskýrð aukning. Svokallaðir hærri stjórnendur eru launahæstir af þessu launafólki og þar hefur launamunur kynjanna lengi verið í kringum 20%. Talsvert dró saman með kynjunum í þeim hópi árin eftir hrun og árið 2010 var munurinn kominn í tæp 10 prósent og nokkur bjartsýni ríkjandi. Árið eftir jókst launamunur kynjanna hins vegar aftur og er nú 21,9%, konum í óhag. Einbeittur brotavilji hins opinbera?Það er talsvert merkilegt að skoða þessa þróun og hún sýnir okkur svart á hvítu að hjá framkvæmdavaldinu er engin tilhneiging til að útrýma launamun kynjanna. Eins og má m.a. sjá af dæmunum hér að ofan hafa laun kvenna staðið í stað árum saman á meðan laun karla í sömu stétt hafa hækkað. Eina undantekningin frá því er launaþróun hærri stjórnenda þar sem laun karla drógust saman á milli áranna 2008 og 2009, en það var síðan „leiðrétt“ við fyrstu hentugleika og nú er launamunurinn þar á bæ orðinn meiri en hann var árið 2007. Það er því augljóst að framkvæmdavaldið virðir ekki vilja löggjafarvaldsins í þessu jafnréttismáli. Spurningin er því „hvað þarf til, til að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og jafni launamun kynjanna í eitt skipti fyrir öll?“ Vonandi verða athugasemdir Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir gerir úttekt á mannréttindastöðu Íslands, til þess að kraftur verði settur í þessi mál en fram hefur komið að ein af helstu athugasemdum sem Sameinuðu þjóðirnar gera í sambandi við stöðu mannréttinda hér á landi er launamunur kynjanna. Þann 15. mars næstkomandi mun fulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf kynna lokaafstöðu Íslands og viðbrögð við athugasemdum Sameinuðu þjóðanna. Þá verður fróðlegt að sjá hvort leiðrétting á launamun kynjanna verði eitt af því sem íslensk stjórnvöld ætla að koma í framkvæmd fyrir árið 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1976 voru í fyrsta skipti sett lög um jafnan rétt kvenna og karla (nr. 78/1976). Í þeim lögum er megináhersla lögð á jöfnun launa á milli kynja. Lögin voru endurnýjuð með viðbótum 1985, og aftur 1991 og 2000 og nú gilda jafnréttislög nr. 10 sem sett voru 2008. Það eru sem sagt 36 ár síðan fyrstu jafnréttislögin voru sett og á þessum árum hafa þau verið endurnýjuð fjórum sinnum. Nú eru fimmtu lögin í gildi og af þessu má sjá áhuga löggjafarvaldsins til þess að útrýma þeim mun sem er á launagreiðslum til fólks, eftir því af hvaða kyni það er. Ríkið í broddi fylkingar?Í því samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig hið opinbera, með íslenska ríkið í broddi fylkingar, hefur staðið sig í því að útrýma launamun kynjanna. Þar sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert launakannanir meðal félagsmanna sinna undanfarin ár er auðvelt að skoða launamuninn milli kynja í mismunandi starfsstéttum hjá ríkinu, nokkur ár aftur í tímann (http://sfr.is/kannanir-sfr/launakonnun-sfr/). Ég hef valið að skoða grunnlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum þeirra. Byrjum á þjónustufulltrúum, en þeir (þær) voru í þeirri nánast einstöku stöðu árið 2007 að meðallaun kvenna í þeirri stétt voru 3,8% hærri en laun karlanna. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina því nú er launamunurinn orðinn 10,1%, konum í óhag. Hjá starfsfólki sem sinnir öryggis- og/eða húsvörslu og ræstingarfólki var launamunur kynjanna 11,2%, árið 2007. Samkvæmt síðustu könnun SFR fyrir árið 2011 var munurinn kominn upp í 24,7%, konum í óhag. Rannsóknarmenn voru í tiltölulega góðum málum 2007. Það ár var launamunur kynjanna aðeins 1,9%, konum reyndar í óhag en strax árið á eftir er staðan orðin allt önnur og árið 2011 var munurinn kominn í 19,9% mun, sem er gríðarlega mikil, óútskýrð aukning. Svokallaðir hærri stjórnendur eru launahæstir af þessu launafólki og þar hefur launamunur kynjanna lengi verið í kringum 20%. Talsvert dró saman með kynjunum í þeim hópi árin eftir hrun og árið 2010 var munurinn kominn í tæp 10 prósent og nokkur bjartsýni ríkjandi. Árið eftir jókst launamunur kynjanna hins vegar aftur og er nú 21,9%, konum í óhag. Einbeittur brotavilji hins opinbera?Það er talsvert merkilegt að skoða þessa þróun og hún sýnir okkur svart á hvítu að hjá framkvæmdavaldinu er engin tilhneiging til að útrýma launamun kynjanna. Eins og má m.a. sjá af dæmunum hér að ofan hafa laun kvenna staðið í stað árum saman á meðan laun karla í sömu stétt hafa hækkað. Eina undantekningin frá því er launaþróun hærri stjórnenda þar sem laun karla drógust saman á milli áranna 2008 og 2009, en það var síðan „leiðrétt“ við fyrstu hentugleika og nú er launamunurinn þar á bæ orðinn meiri en hann var árið 2007. Það er því augljóst að framkvæmdavaldið virðir ekki vilja löggjafarvaldsins í þessu jafnréttismáli. Spurningin er því „hvað þarf til, til að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og jafni launamun kynjanna í eitt skipti fyrir öll?“ Vonandi verða athugasemdir Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir gerir úttekt á mannréttindastöðu Íslands, til þess að kraftur verði settur í þessi mál en fram hefur komið að ein af helstu athugasemdum sem Sameinuðu þjóðirnar gera í sambandi við stöðu mannréttinda hér á landi er launamunur kynjanna. Þann 15. mars næstkomandi mun fulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf kynna lokaafstöðu Íslands og viðbrögð við athugasemdum Sameinuðu þjóðanna. Þá verður fróðlegt að sjá hvort leiðrétting á launamun kynjanna verði eitt af því sem íslensk stjórnvöld ætla að koma í framkvæmd fyrir árið 2016.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun