„Ég þori ekki að segja til um þetta. En þetta var mjög vafasamt - ég skal viðurkenna það. Ég veit ekki hvað ég hefði dæmt. Ég verð að sjá þetta á myndbandi aftur," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur sinna manna á Haukum í kvöld. „Þetta féll með okkur og við vorum heppnir undir lokin. Ég segi það hér og nú."
Sveinn Aron Sveinsson skoraði sigurmark Vals þegar leiktíminn var að renna út. FH-ingar voru afar ósáttir við að markið hafi fengið að standa gilt og mótmæltu dómnum kröftuglega.
„En við unnum og ég fagna tveimur stigum. Ég fagna því í þessari baráttu. Allir leikir hjá okkur eru úrslitaleikir og næst eigum við leik gegn Fram þar sem það verður allt undir enn á ný."
Nánari umfjöllun og viðtöl hér fyrir neðan.
Óskar Bjarni: Viðurkenni að þetta var vafasamt

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-27 | Umdeilt sigurmark
Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu.