Handbolti

Sjö marka sigur íslensku stelpnanna á Tékkum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rakel Dögg skoraði fjögur mörk fyrir íslenska liðið.
Rakel Dögg skoraði fjögur mörk fyrir íslenska liðið. Mynd/Ole Nielsen
Kvennalandsliðið í handknattleik sigraði í gærkvöldi Tékka 30-23 í síðari vináttulandsleik þjóðanna en leikið var í Tékklandi. Staðan í hálfleik var 15-11 fyrir Íslandi.

Markaskorun í íslenska landsliðinu dreifðist ansi jafnt en ellefu leikmenn íslenska liðsins skoruðu í leiknum. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti flottan leik í markinu og varði 18 skot.

Íslenska liðið heldur í dag til Serbíu en liðið mætir heimakonum í æfingaleik í kvöld.

Mörk Íslands: Karen Knútsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Rut Jónsdóttir 3, Stella Sigurðardóttir 2, Hanna G. Stefánsdóttir 2, Hrafnhildur Skúladóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1 og Jóna Margrét Ragnarsdóttir 1.

Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 18 bolta og Dröfn Haraldsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×