Handbolti

Allar með á æfingu í dag | Dagný er hörkutól

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Dagný Skúladóttir.
Dagný Skúladóttir. Mynd/Stefán
Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta ætla að hrista af sér meiðsli og veikindi og verða allar sextán með á æfingu í Vrsac seinna í dag. Íslenska liðið æfir þá í fyrsta sinn í Vrsac þar sem liðið mætir Svartfjallalandi á morgun í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu.

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari liðsins, var með góðar fréttir af hópnum þegar Vísir hitti á hann í dag en liðið var þá nýlent á hótelinu sínu í Vrsac.

„Staðan er bara fín. Þær eru allar að verða heilar og æfa allar seinni partinn. Þetta er að þokast í rétta átt og þjálfarinn er svona þokkalega bjartsýnn," sagði Ágúst Þór Jóhannsson.

Mestar áhyggjur voru af Dagnýju Skúladóttur sem missteig sig á móti Tékkum og var ekki með liðinu í síðustu tveimur æfingaleikjunum.

„Maður er alltaf smeykur um að missa út góða leikmenn og við erum með sextán mjög sterka leikmenn. Dagný virðist ætla að vera í lagi, er hörkutól og æfir í dag," sagði Ágúst sem segir að undirbúningurinn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×