Handbolti

Myndasyrpa frá æfingu íslenska landsliðsins í Serbíu

Íslenska kvennalandsliðið í Serbíu æfði í keppnishöllinni í Vrsac í Serbíu í dag. Létt var yfir stelpunum sem ætla sér stóra hluti gegn Svartfellingum á morgun.

Allir leikmenn íslenska liðsins tóku þátt í æfingunni. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir hafa glímt við meiðsli auk þess sem Ramune Pekarskyte hefur verið veik. Þríeykið tók hins vegar á því líkt og aðrir leikmenn Íslands í dag.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, fylgdist með stelpunum. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Svartfellingum á morgun klukkan 17.05.

Mynd/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×