Innlent

Án hjúkrunarfræðinga verður Landspítalinn óstarfhæfur að mestu

Hjúkrunarfræðingar.
Hjúkrunarfræðingar.
Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir miklum áhyggjum af uppsögnum á þriðja hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi fjölmiðlum fyrir stundu.

Þar segir einnig: „Landspítali má ekki við að missa hjúkrunarfræðinga úr starfi. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við sjúklinga og hafa lagt að baki margra ára nám og þjálfun til sérhæfðra starfa.

Reynslan sýnir að í kjölfar erfiðrar kjarabaráttu hætta margir hjúkrunarfræðingar störfum og nú þegar fara margir þeirra reglulega í vinnuferðir til útlanda.

Stjórn hjúkrunarráðs beinir því til stjórnenda á Landspítala, stjórnvalda og hjúkrunarfræðinga að finna leiðir til að leysa þetta mál sem allra fyrst. Án þessara hjúkrunarfræðinga verður Landspítali að mestu óstarfhæfur."

Málið varðar, eins og fyrr segir, uppsagnir fjölda hjúkrunafræðinga vegna kjara sem þeir sætta sig ekki við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×