Má ekki kaupa áfengan orkudrykk en heimilt að blanda orkudrykk við áfengi 30. nóvember 2012 10:51 EFTA dómstóllinn dæmdi á dögunum að ÁTVR, eða Vínbúðinni, hefði verið heimilt að hafna sölu á áfengum drykkjum sem innihéldu koffín. Það var fyrirtækið Vín Tríó ehf, sem kærði málið hér heim en Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti dómstólsins vegna álitaefnisins. Vín Tríó vildi að Vínbúðin tæki drykkinn Mokai Cider til reynslusölu en því var hafnað á þeim grundvelli að drykkurinn innihélt koffín. Vínbúðin sagði svo upp vörukaupasamning við fyrirtækið og hætti í kjölfarið að selja drykkinn Cult Shaker sem hafði verið fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Ástæðan var sú sama, það var of mikið koffín í drykknum. Báðar ákvarðanirnar voru byggðar á reglum sem veita ÁTVR heimild til að hafna sölu á vöru sem inniheldur koffín eða önnur örvandi efni. Vísað var til rannsókna sem bentu til að neysla áfengis, blönduðu örvandi efnum, gæti leitt til aukinnar ölvunar, einkum meðal yngri aldurshópa. Efnin hefðu þau áhrif að neytandinn yrði síður var við ölvun sína og væri líklegri til þess að neyta áfengis í ríkari mæli og auka þar með hættuna á alvarlegum afleiðingum. Vín Tríó stefndi í kjölfarið íslenska ríkinu og fór fram á að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að leita eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR væri heimilt að slíta samningnum í ljósi þess að engar samsvarandi innlendar framleiðsluvörur eru til sölu hér á landi, og að bannið er ekki til þess gert að vernda slíkar vörur með einhverjum hætti. Þess má geta að EFTA-dómstóllinn hafnaði þeirri staðhæfingu að bjór og aðrir áfengir gosdrykkir, sem innihalda ekki örvandi efni, og gosdrykkir sem innihalda koffín og er venjulega blandað við áfengi, væru í reynd í samkeppni við áfenga drykki sem innihalda örvandi efni. Að mati dómsins væru slíkar vörur ekki ætlaðar sama neytendahópi. Það er sem sagt hægt að blanda orkudrykk út í áfengi þó að Vínbúðin neiti að selja áfengan orkudrykk. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
EFTA dómstóllinn dæmdi á dögunum að ÁTVR, eða Vínbúðinni, hefði verið heimilt að hafna sölu á áfengum drykkjum sem innihéldu koffín. Það var fyrirtækið Vín Tríó ehf, sem kærði málið hér heim en Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti dómstólsins vegna álitaefnisins. Vín Tríó vildi að Vínbúðin tæki drykkinn Mokai Cider til reynslusölu en því var hafnað á þeim grundvelli að drykkurinn innihélt koffín. Vínbúðin sagði svo upp vörukaupasamning við fyrirtækið og hætti í kjölfarið að selja drykkinn Cult Shaker sem hafði verið fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Ástæðan var sú sama, það var of mikið koffín í drykknum. Báðar ákvarðanirnar voru byggðar á reglum sem veita ÁTVR heimild til að hafna sölu á vöru sem inniheldur koffín eða önnur örvandi efni. Vísað var til rannsókna sem bentu til að neysla áfengis, blönduðu örvandi efnum, gæti leitt til aukinnar ölvunar, einkum meðal yngri aldurshópa. Efnin hefðu þau áhrif að neytandinn yrði síður var við ölvun sína og væri líklegri til þess að neyta áfengis í ríkari mæli og auka þar með hættuna á alvarlegum afleiðingum. Vín Tríó stefndi í kjölfarið íslenska ríkinu og fór fram á að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að leita eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR væri heimilt að slíta samningnum í ljósi þess að engar samsvarandi innlendar framleiðsluvörur eru til sölu hér á landi, og að bannið er ekki til þess gert að vernda slíkar vörur með einhverjum hætti. Þess má geta að EFTA-dómstóllinn hafnaði þeirri staðhæfingu að bjór og aðrir áfengir gosdrykkir, sem innihalda ekki örvandi efni, og gosdrykkir sem innihalda koffín og er venjulega blandað við áfengi, væru í reynd í samkeppni við áfenga drykki sem innihalda örvandi efni. Að mati dómsins væru slíkar vörur ekki ætlaðar sama neytendahópi. Það er sem sagt hægt að blanda orkudrykk út í áfengi þó að Vínbúðin neiti að selja áfengan orkudrykk.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira