Innlent

Björguðu rjúpnaskyttu úr sjálfheldu

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út undir kvöld í gær til að bjarga rjúpnaskyttu, sem lenti í sjálfheldu í klettum, norðanmegin í Rjúpnafelli austan Mýrdalsjökuls.

Þeir þurftu að síga niður að honum við erfiðar aðstæður og hífa hann svo upp. Það var félagi mannsins sem sá í hvern vanda hann var kominn, og kallaði eftir hjálp. Manninn sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×