Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er væntanlegur til Íslands. Hann var forsætisráðherra á árunum 1996-2006. Hann mun halda fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Persson kemur hingað til lands en hann var hérna til dæmis árið 2004. „Það er afar mikilvægt fyrir hin Norðurlöndin að Ísland og Noregur gangi í Evrópusambandið," sagði hann þá.
Göran Persson heldur fyrirlestur í HÍ á morgun
Jón Hákon Halldórsson skrifar
