Innlent

Öryrki stefnir ríkinu: Hefur ekki efni á að framfleyta sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Júlíusdóttir eru þau stefndu.
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Júlíusdóttir eru þau stefndu.
Dagrún Jónsdóttir öryrki stefndi í dag Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra og Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins og Sigríði Lillý Baldursdóttur forstjóra Tryggingastofnun ríkisins, vegna vangreiddra almannatryggingabóta á þessu ári. Dagrún telur að bætur sem hún hefur fengið greiddar á þessu ári dugi ekki til eðlilegrar framfærslu og að ríkið hafi þannig ekki uppfyllt skyldu sína til fullnægjandi aðstoðar samkvæmt stjórnarskrá.

Færð eru rök fyrir því í stefnunni að bætur Dagrúnar þurfi nánast að tvöfaldast til að duga til framfærslu hennar samkvæmt viðmiðum sem stjórnvöld hafa sjálf gefið út. Ennfremur krefst hún þess að viðurkennt verði með dómi að bætur almannatrygginga til hennar skuli hækka í samræmi við launaþróun þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, en vísutölutenging bótanna hefur ítrekað verið numin úr gildi undanfarin ár.

Öryrkjabandalag Íslands styður Dagrúnu í þessum málaferlum, segir í tilkynningu frá enda getur niðurstaða þeirra haft veruleg áhrif á kjör öryrkja og lífeyrisþega í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×