Lífeyrir, uppbætur og desemberuppbót á tekjutryggingu og heimilisuppbót verða greidd út laugardaginn 1. desember næstkomandi samkvæmt upplýsingum á vef Tryggingastofnunar.
Þar segir að desemberuppbót árið 2012 verður 30% af upphæð tekjutryggingar og heimilisuppbótar og bætist aðrar greiðslur.
Desemberuppbótin er nokkuð lægri en árið 2011 en þá var 42% á fjárhæðir tekjutryggingar og heimilisuppbótar í stað 30%.
Hækkunin þá var í samræmi við hækkanir bóta almanna- og atvinnuleysistrygginga sem gerðar voru í kjölfar kjarasamninga vinnumarkaðarins frá 1. júní árið 2011.
Nánari upplýsingar um uppbótina þetta árið má finna á vef Tryggingastofnunar. Svo má nálgast frekari upplýsingar um tilhögun uppbótarinnar árið 2011 hér.
Desemberuppbótin í ár minni en á síðasta ári
