Hönnunarsjóður Auroru úthluta úthlutaði í dag 6,5 milljónum til hönnuða og hönnunarverkefna. Hönnunarsjóður Auroru hefur þá úthlutað alls 17 milljónum til hönnuða og hönnunarverkefni á þessu ári. Hjá sjóðnum er lögð áhersla á að styðja verkefni þar sem hönnuðir hafa skýra sýn og markmið. Í fréttatilkynningu í tilefni af þessari úthlutun segir að greina megi áherslu hönnuða á mikilvægi rannsóknarvinnu við undirbúning verkefna sinna.
Þeir hönnuðir og hönnunarverkefni sem að þessu sinni hljóta styrk eru:
Fathönnunarverkefnið Ostwald Helgason (1.5 milljón)
Ingvar Helgason og Susanne Ostwald fatahönnuðir, fyrir frekari þróun og markaðsstarf fyrir fatalinun sína og þátttöku í tískuvikunni í New York í maí 2013.
Spark Design Space (1.2 milljón)
Fyrir gerð kynningarefnis um hönnun og hönnuði sem sýnt hafa í galleríinu.
Vöruhönnunarverkefnið Textasíða (1.2 milljón)
Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdótir vöru- og grafískir hönnuðir, fyrir frekari vöruþróun og undirbúning verkefnisins Textasíður fyrir fjöldaframleiðslu.
Ransóknar og hönnunarverkefni byggt á ævistarfi Gísla B. Björnssonar (1.2 milljón)
Ármann Agnarsson grafískur hönnuður, fyrir rannsóknar og hönnunarverkefni byggt á ævistarfi grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar í tengslum við uppsetningu sýningar sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands.
Arkitektúr, bókverk (750 þúsund)
Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur, fyrir rannsóknar- og hönnunarverkefni vegna undirbúnings að gerð bókar um sögu hönnunar og staðarvals margra helstu bygginga í Reykjavíkurborg.
Guðrún Eysteinsdóttir textílhönnuður (500 þúsund)
Styrkur til starfsnáms hjá Center for Advanced Textiles (CAT) í Glasgow, Skotlandi.
Hildigunnur Sigurðardóttir fatahönnuður (500 þúsund)
Styrkur til starfsnáms hjá fatahönnuðinum Roland Mouret í London.
Um er að ræða aðra úthlutun úr sjóðnum á þessu ári, en þá níundu frá því Hönnunarsjóðurinn hóf starfsemi sína í byrjun árs 2009. Aftur verður úthlutað úr sjóðnum á vormánuðum 2013.
Sex og hálfri milljón úthlutað til hönnuða og arkitekta
