Innlent

Umhverfisvænn bor Jarðborana tekin í notkun

Frá vinstri; Sturla F. Birkisson framkvæmdastjóri tæknisviðs Jarðborana, Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra, Baldvin Þorsteinsson forstjóri Jarðborana og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Frá vinstri; Sturla F. Birkisson framkvæmdastjóri tæknisviðs Jarðborana, Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra, Baldvin Þorsteinsson forstjóri Jarðborana og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Mynd/Hilmar Bragi
Umhverfisvænasti og um leið öflugasti bor Jarðborana hf. var tekin í notkun við Reykjanesvirkjun HS Orku í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf bornum nafnið Þór.

Þór er fyrsti háhitaborinn á Íslandi sem knúinn er af rafmagni em fam til þessa hafa borar fyrirtækisins eingöngu notað díselolíu. Borinn hefur getu til að bora lengri stefnuboraðar holur en fyrri borar og er með því móti umhverfisvænn með margvíslegum hætti.

„Þór er afskaplega fullkomin bor og af nýrri kynslóð," segir Baldin Þorsteinsson, forstjóri Jarðborana. „Hann veldur einungis broti af því jarðraski sem sambærilegur eldri bor myndi gera. Að koma með slíkan bor til Íslands er vonandi ávísun á meiri sátt milli þeirra sjónarmiða að nýta orkuauðlindir Íslands með skynsamlegum hætti og þeirra sem leggja áherslu á umhverfisvernd."

Fyrsta verkefni Þórs er fyrir HS Orku á Reykjanesi þar sem hann verður notaður við gufuöflun fyrir Reykjanesvirkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×