Innlent

Stálu átta stórum klaklöxum úr fiskeldi

Átta stórum klaklöxum, sem nota átti til undaneldis vegna fiskeldis í Hestá í Önundarfirði hefur verið stolið úr kerjum á Suðureyri og rannsakar lögreglan á Vestfjörðum nú málið.

Að sögn BB fréttavefsins hafa beingarðar úr löxunum funndist i grennd við kerin, þannig að þjófarnir hafa strax flakað þá. Þeim verður þó ekki kápan úr því klæðinu því laxarnir munu með öllu vera óhæfir til neyslu, þar sem búið er að meðhöndla þá með sveppalyfjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×