Innlent

Gagnrýna niðurskurð á framlögum til skóla í Kópavogi

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs gagnrýna harðlega fyrirhugaðan niðurskurð til leik-grunn og tónlistarskóla bæjarins, sem fram kemur í fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks.

Sérstök gæluverkefni meirihlutans séu hinsvegar sett í forgang, eins og bygging stærstu reiðhallar á Íslandi, glæsibyggingu Skógræktarfélagsins í Guðmundarlundi, jólaskreytingar og árshátíð starfsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×