Ætla að kvikmynda þríleik Jóns Kalmans 28. nóvember 2012 10:07 Jón Kalman. Sænska kvikmyndafyrirtækið Cap Horn Film AB og Kvikmyndafélagið Hughrif ehf. tryggðu sér fyrir stuttu kvikmyndaréttinn á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar sem samanstendur af Himnaríki og helvíti, Harmi englanna og Hjarta mannsins gefnum út af Bjarti. Og það er enginn aukvisi sem heldur um taumana. Gunnar Carlsson, eigandi hins nýstofnaða fyrirtækis Cap Horn Film AB, hefur áralanga reynslu í norrænum kvikmyndaiðnaði. Hann starfaði lengi hjá sænsku ríkissjónvarpstöðinni SVT og á þeim tíma var hann einn af framleiðendum á Millennium þríleiknum, þar að auki var hann einn af framleiðendum á Antichrist og Manderlay í leikstjórn Lars von Triers. Hann var einnig framleiðandi sérkennilegu vampíruhrollvekjunnar Låt den rätte komma in í leikstjórn Tomas Alfredson sem og á After the Wedding í leikstjórn Susanne Bier, sem síðast hlaut óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu myndina árið 2011. Þar fyrir utan hefur Gunnar einnig verið meðframleiðandi á fjölda íslenskra kvikmynda. Í tilkynningu frá Bjarti segir að fyrirtækin stígi nú fyrstu skrefin í að koma þríleiknum á hvíta tjaldið og eru í viðræðum við norræna handritshöfunda og leikstjóra. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd seinni hluta árs 2014. Sögusvið bókanna eru Vestfirðir í kringum aldamótin 1900 og skapar Jón Kalman einstakan og heillandi heim þar sem barátta mannsins við náttúruöflin er í forgrunni sem og tilraunir hans við að ná tökum á örlögum sínum með sæmd og reisn. Jón Kalman þarf vart að kynna en hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín, hér á landi sem erlendis. Bækurnar í þríleiknum hafa notið fádæma vinsælda og hefur útgáfuréttur þeirra verið seldur til fjölda landa. „Framleiðendurnir komu að máli við mig og sannfærðu mig um að þeir myndu framleiða kvikmynd sem yrði sjálfstætt listaverk, vissulega byggt á mínum bókum, en alveg sjálfstætt verk með sínum eigin lögmálum." segir Jón Kalman Stefánsson í tilkynningu Bjarts. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Sænska kvikmyndafyrirtækið Cap Horn Film AB og Kvikmyndafélagið Hughrif ehf. tryggðu sér fyrir stuttu kvikmyndaréttinn á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar sem samanstendur af Himnaríki og helvíti, Harmi englanna og Hjarta mannsins gefnum út af Bjarti. Og það er enginn aukvisi sem heldur um taumana. Gunnar Carlsson, eigandi hins nýstofnaða fyrirtækis Cap Horn Film AB, hefur áralanga reynslu í norrænum kvikmyndaiðnaði. Hann starfaði lengi hjá sænsku ríkissjónvarpstöðinni SVT og á þeim tíma var hann einn af framleiðendum á Millennium þríleiknum, þar að auki var hann einn af framleiðendum á Antichrist og Manderlay í leikstjórn Lars von Triers. Hann var einnig framleiðandi sérkennilegu vampíruhrollvekjunnar Låt den rätte komma in í leikstjórn Tomas Alfredson sem og á After the Wedding í leikstjórn Susanne Bier, sem síðast hlaut óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu myndina árið 2011. Þar fyrir utan hefur Gunnar einnig verið meðframleiðandi á fjölda íslenskra kvikmynda. Í tilkynningu frá Bjarti segir að fyrirtækin stígi nú fyrstu skrefin í að koma þríleiknum á hvíta tjaldið og eru í viðræðum við norræna handritshöfunda og leikstjóra. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd seinni hluta árs 2014. Sögusvið bókanna eru Vestfirðir í kringum aldamótin 1900 og skapar Jón Kalman einstakan og heillandi heim þar sem barátta mannsins við náttúruöflin er í forgrunni sem og tilraunir hans við að ná tökum á örlögum sínum með sæmd og reisn. Jón Kalman þarf vart að kynna en hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín, hér á landi sem erlendis. Bækurnar í þríleiknum hafa notið fádæma vinsælda og hefur útgáfuréttur þeirra verið seldur til fjölda landa. „Framleiðendurnir komu að máli við mig og sannfærðu mig um að þeir myndu framleiða kvikmynd sem yrði sjálfstætt listaverk, vissulega byggt á mínum bókum, en alveg sjálfstætt verk með sínum eigin lögmálum." segir Jón Kalman Stefánsson í tilkynningu Bjarts.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira