Þeir sem skulda mest sleppa best Erla Hlynsdóttir skrifar 12. nóvember 2012 18:19 Þeir sem afplána dómsektir vegna skattalagabrota geta unnið af sér allt að tvö hundruð þúsund krónur á klukkustund með því að sinna samfélagsþjónustu. Skattrannsóknastjóri segir núverandi kerfi skila sér í vægari refsingum fyrir þá sem mest skulda. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar er lýst yfir áhyggjum vegna þess hve illa gengur að innheimta dómsektir, og að á síðustu árum hafa ríflega 70 prósent þeirra sem dæmdir hafa verið til að greiða yfir átta milljónir í skattasektir, ekki greitt sektina heldur tekið út vararefsingu með samfélagsþjónustu. „Það er í raun verið að minnka varnaðaráhrifin varðandi skattalagabrot með þessum hætti," segir Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Reiknireglan sem fangelsismálastofnun styðst við er fjöldi daga í fangelsi sinnum fjörutíu, deilt með þrjátíu. Útkoman er fjöldi tíma í samfélagsþjónustu.Dæmi: 150 daga vararefsing jafngildir 200 klukkutímum í samfélagsþjónustu. Lágmarkstími samfélagsþjónustu er 40 klukkustundir, en hámarkstími er 480 klukkustundir. Sá sem er dæmdur til að greiða 60 þúsund króna sekt getur fullnustað hana með 40 klukkustunda samfélagsþjónustu. Hver klukkustund er þá verðlögð á 1500 krónur. Dæmi eru hins vegar um að þeir sem dæmdir eru til að greiða allt að 85 milljónir í skattasektir hafi fullnustað þær á 480 klukkustundum. Þar er hver vinnustund því verðlögð á 177 þúsund krónur. Bryndís vill að rýmri heimildir til refsinga vegna skattalagabrota séu nýttar, enda hægt að dæma fólk í allt að 6 ára fangelsi. „Þetta sýnir það hvað þetta hentar illa fyrir þessi brot þar sem fésektir eru svona háar eins og varðandi skattalagabrot. Slík brot hafa algjöra sérstöðu samanborið við önnur brot að þessu leytinu til. Þetta í raun sýnir það bara að eftir því sem meira er undan skotið því vægari refsing er, ef svo má segja, sé horft til þeirra tíma sem fara í samfélagsþjónustu." Í skýrslunni er tekið undir þetta: , „þeir sem skulda mest sleppa best. Í núverandi fyrirkomulagi felst því minni hvati til þeirra en skyldi að greiða sekt sína." Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þeir sem afplána dómsektir vegna skattalagabrota geta unnið af sér allt að tvö hundruð þúsund krónur á klukkustund með því að sinna samfélagsþjónustu. Skattrannsóknastjóri segir núverandi kerfi skila sér í vægari refsingum fyrir þá sem mest skulda. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar er lýst yfir áhyggjum vegna þess hve illa gengur að innheimta dómsektir, og að á síðustu árum hafa ríflega 70 prósent þeirra sem dæmdir hafa verið til að greiða yfir átta milljónir í skattasektir, ekki greitt sektina heldur tekið út vararefsingu með samfélagsþjónustu. „Það er í raun verið að minnka varnaðaráhrifin varðandi skattalagabrot með þessum hætti," segir Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Reiknireglan sem fangelsismálastofnun styðst við er fjöldi daga í fangelsi sinnum fjörutíu, deilt með þrjátíu. Útkoman er fjöldi tíma í samfélagsþjónustu.Dæmi: 150 daga vararefsing jafngildir 200 klukkutímum í samfélagsþjónustu. Lágmarkstími samfélagsþjónustu er 40 klukkustundir, en hámarkstími er 480 klukkustundir. Sá sem er dæmdur til að greiða 60 þúsund króna sekt getur fullnustað hana með 40 klukkustunda samfélagsþjónustu. Hver klukkustund er þá verðlögð á 1500 krónur. Dæmi eru hins vegar um að þeir sem dæmdir eru til að greiða allt að 85 milljónir í skattasektir hafi fullnustað þær á 480 klukkustundum. Þar er hver vinnustund því verðlögð á 177 þúsund krónur. Bryndís vill að rýmri heimildir til refsinga vegna skattalagabrota séu nýttar, enda hægt að dæma fólk í allt að 6 ára fangelsi. „Þetta sýnir það hvað þetta hentar illa fyrir þessi brot þar sem fésektir eru svona háar eins og varðandi skattalagabrot. Slík brot hafa algjöra sérstöðu samanborið við önnur brot að þessu leytinu til. Þetta í raun sýnir það bara að eftir því sem meira er undan skotið því vægari refsing er, ef svo má segja, sé horft til þeirra tíma sem fara í samfélagsþjónustu." Í skýrslunni er tekið undir þetta: , „þeir sem skulda mest sleppa best. Í núverandi fyrirkomulagi felst því minni hvati til þeirra en skyldi að greiða sekt sína."
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira