Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum – allt í skuld. Þetta er kynslóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á vanskilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kynslóðin sem tók lán í öðrum gjaldmiðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kynslóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert fréttnæmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta tilleiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kynslóðar til þess að setja ævisparnað sinn í áhættusjóði ævintýramanna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólksins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðuvert í því, þó íbúar allra Raufarhafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá húseignum sínum sem í mörgum tilvikum kostuðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutningskostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svikalaust gert alla sína hundstíð kallar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávarplássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eignatap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu einstaklinga sjálfhverfu kynslóðarinnar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum – allt í skuld. Þetta er kynslóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á vanskilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kynslóðin sem tók lán í öðrum gjaldmiðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kynslóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert fréttnæmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta tilleiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kynslóðar til þess að setja ævisparnað sinn í áhættusjóði ævintýramanna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólksins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðuvert í því, þó íbúar allra Raufarhafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá húseignum sínum sem í mörgum tilvikum kostuðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutningskostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svikalaust gert alla sína hundstíð kallar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávarplássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eignatap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu einstaklinga sjálfhverfu kynslóðarinnar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun