Handbolti

Kári skoraði þrjú mörk í sigurleik

Kári Kristján.
Kári Kristján.
Íslendingaliðið Wetzlar komst upp í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld með öruggum sigri, 35-25, á Neuhausen.

Wetzlar var með mikla yfirburði í leiknum og leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 18-13.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir Wetzlar og Fannar Friðgeirsson eitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×