Handbolti

Alexander frábær er Löwen lagði Berlin

Alexander var markahæstur allra á vellinum.
Alexander var markahæstur allra á vellinum. vísir/getty
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen eru enn með fullt hús í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir sigur, 25-23, á Füchse Berlin í hörkuleik. Löwen er búið að vinna alla tólf leiki sína í deildinni.

Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og staðan í hálfleik 11-11. Það var bara rétt í lok leiksins sem Löwen seig fram úr.

Alexander Petersson átti frábæran leik með Löwen gegn sínum gömlu félögum og skoraði átta mörk. Uwen Gensheimer skoraði fimm.

Konstantin Igropulo var atkvæðamestur í liði Berlin með sjö mörk. Berlin er í þriðja sæti deildarinnar en Löwen er eðlilega á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×