Helgaruppskriftin - Kjúklingur með döðlum og kókos 2. nóvember 2012 15:00 Sigrún Óskarsdóttir og Kristín Þóra Harðardóttir eru konurnar á bak við helgaruppskriftina að þessu sinni. Í nýju sælkerabókinni Orð, krydd og krásir sem nýlega kom í verslanir má finna þessa dásamlegu kjúklingauppskrift eftir þær Sigrúnu Óskarsdóttur og Kristínu Þóru Harðardóttur.Kjúklingur með döðlum og kókos½ dl ólífuolía1 kg kjúklingabringur2 laukar1 græn paprika1 kúrbítur200 g steinlausar döðlur1 hvítlaukur, smátt skorinn2 tsk. kóríanderduft1 tsk. chiliduft2 tsk. engiferduft2 tsk. broddkúmenduft2 tsk. salt1 dós kókosmjólk3-4 msk. hunang100 g kasjúhnetur1 rauð paprika Þessi réttur er bæði bragðsterkur og örlítið sætur. Fyrir þau sem eru fyrir sterkan mat má auka kryddið en gætið þess þó að sæta bragðið af döðlunum fái einnig að njóta sín. Skerið kjúklingabringurnar í bita, saxið lauk og skerið papriku og kúrbít í bita. Steikið kjúklinginn og laukinn upp úr olíunni á stórri pönnu. Bætið síðan 1-2 dl af vatni á pönnuna og setjið krydd og döðlur út í. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bætið svo kókosmjólk og hunangi á pönnuna ásamt papriku og kúrbít. Þetta er látið sjóða á vægum hita í 15–20 mínútur og undir lok suðutímans er kasjúhnetum bætt við og smátt skorinni rauðri papriku er stráð yfir um leið og rétturinn er borinn fram. Spurning um að prófa þennan um helgina. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Í nýju sælkerabókinni Orð, krydd og krásir sem nýlega kom í verslanir má finna þessa dásamlegu kjúklingauppskrift eftir þær Sigrúnu Óskarsdóttur og Kristínu Þóru Harðardóttur.Kjúklingur með döðlum og kókos½ dl ólífuolía1 kg kjúklingabringur2 laukar1 græn paprika1 kúrbítur200 g steinlausar döðlur1 hvítlaukur, smátt skorinn2 tsk. kóríanderduft1 tsk. chiliduft2 tsk. engiferduft2 tsk. broddkúmenduft2 tsk. salt1 dós kókosmjólk3-4 msk. hunang100 g kasjúhnetur1 rauð paprika Þessi réttur er bæði bragðsterkur og örlítið sætur. Fyrir þau sem eru fyrir sterkan mat má auka kryddið en gætið þess þó að sæta bragðið af döðlunum fái einnig að njóta sín. Skerið kjúklingabringurnar í bita, saxið lauk og skerið papriku og kúrbít í bita. Steikið kjúklinginn og laukinn upp úr olíunni á stórri pönnu. Bætið síðan 1-2 dl af vatni á pönnuna og setjið krydd og döðlur út í. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bætið svo kókosmjólk og hunangi á pönnuna ásamt papriku og kúrbít. Þetta er látið sjóða á vægum hita í 15–20 mínútur og undir lok suðutímans er kasjúhnetum bætt við og smátt skorinni rauðri papriku er stráð yfir um leið og rétturinn er borinn fram. Spurning um að prófa þennan um helgina.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira